Símon Birgissyni dramatúrg hjá Þjóðleikhúsinu finnst ekki mikið til gagnrýni Kjartans Más Ómarssonar í Fréttablaðinu um Hrúta koma og segir kvikmyndarýni blaðsins hafa “verið útá túni síðan Vonarstræti var sögð besta kvikmynd Íslandssögunnar.”
Símon segir á Fésbókarsíðu sinni:
Vonarstræti 5 stjörnur. Bakk 5 stjörnur. Og Hrútar… fjórar. Kvikmyndarýni í FBL hefur verið úti á túni síðan Vonarstræti var sögð besta kvikmynd Íslandssögunnar. Svo núna, þegar alvöru kvikmynd eins og Hrútar, kemur í bíó (sem hefur unnið til verðlauna á Cannes) þá er hún ekki jafn góð og Bakk! Ekkert að myndinni um fólkið að bakka en þetta eru fáránleg skilaboð til áhorfenda og þeirra sem starfa í listinni.
Umsögn Kjartans Más má lesa hér.