Þingeyingar ánægðir með „Hrúta“

Verðlaunahrútar.
Verðlaunahrútar.

Hermann Aðalsteinsson ritstjóri héraðsfréttavefsins 641.is skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í kjölfar Íslandsfrumsýningar myndarinnar í Laugabíói í Bárðardal. Hann er í stuttu máli hæstánægður.

Hermann segir meðal annars:

Einn af stærstu kostum myndarinnar er að það er ekkert bull og rugl í gangi í henni eins og kemur stundum fyrir í Íslenskum kvikmyndum. Það er ekkert í myndinni sem ekki gengur upp og gæti ekki gerst. Líklega er Hrútar ein albesta Íslenska kvikmyndin sem gerð hefur verið. Hrútar fá því fimm stjörnur í einkunn hjá 641.is af fimm mögulegum!

Sjá nánar hér: 641.is — Verðlauna Hrútar

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR