Heimildamyndin Nýjar hendur-innan seilingar verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 30. ágúst næstkomandi. Myndin rekur sögu Guðmundar Felix Grétarssonar sem missti báða handleggi í slysi en freistar þess að láta græða á sig nýja.
Erlendur Sveinsson hefur verið valin til þátttöku á Nordic Talents sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 5.-6. september. Þar mun hann kynna verk sitt Sjö hæðir.
Ásthildur Kjartansdóttir hlaut á dögunum áhorfendaverðlaun Haugasundshátíðarinnar fyrir kynningu sína á verkefninu Vergo.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson eru báðar í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en þar er að finna 49 bíómyndir og 15 heimildamyndir.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands og Danmerkur. Tilnefningar voru kynntar í dag.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut á dögunum Roger Ebert-verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra á Traverse City-kvikmyndahátíðinni, sem haldin er í Michigan í Bandaríkjunum.
Stuttmyndin Cut eftir Evu Sigurðardóttur hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu leikstjórn (Honourable Mention) á Queen Palm Film Festival í Kalíforníu.
Klapptré er vefur um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp.
Klapptré birtir fréttir um það sem hæst ber hverju sinni í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsheimi. Fréttaflutningur er byggður á siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Klapptré birtir reglulega hverskyns viðhorf og vangaveltur um kvikmyndir og sjónvarp, þar með talið gagnrýni. Ýmsir pennar koma þar við sögu. Viðhorf þeirra þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf Klapptrés.
Klapptré leggur áherslu á aðgengi að tölulegum upplýsingum um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann.
Klapptré er sjálfstæður miðill. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Klapptré lagar sig að því tæki sem þú kýst að nota til að skoða vefinn, hvort heldur sem er tölva, spjaldtölva eða snjallsími.
Klapptré vill þakka Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir stuðning við útgáfuna. Ennfremur ber að þakka þeim fjölmörgu framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum kvikmyndaiðnaðarins sem styðja við miðilinn.