Heimildamyndin „Nýjar hendur-innan seilingar“ frumsýnd í Bíó Paradís

Heimildamyndin Nýjar hendur-innan seilingar verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 30. ágúst næstkomandi. Myndin rekur sögu Guðmundar Felix Grétarssonar sem missti báða handleggi í slysi en freistar þess að láta græða á sig nýja. Baráttan tekur á og er tímafrek, endalaus bið en lífið heldur áfram. Hann finnur ástina, verður afi, flytur til Frakklands og bíður og bíður eftir nýjum höndum sem eru jú, innan seilingar. Myndin er eftir þá Markelsbræður, Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson, en Guðbergur Davíðsson framleiðir fyrir Ljósop. Hún hefur tekið mörg ár í vinnslu þar sem þeir Markelsbræður hafa fylgt Guðmundi Felix eftir hvert fótmál í ígræðsluferlinu. Myndin er um 63 mínútna löng og framleidd af Ljósopi, Markell Productions og Bellota Film í samvinnu við RÚV og France 5. Sjá hér umsögn ritstjóra Klapptrés frá Skjaldborgarhátíðinni síðustu um myndina.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR