HeimEfnisorðGuðbergur Davíðsson

Guðbergur Davíðsson

Lokaþáttur ÍSLANDS: BÍÓLANDS – staðan nú og horfurnar framundan

Í tíunda og síðasta þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um ýmsar þær nýlegu kvikmyndir sem hafa vakið meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr.

ÍSLAND: BÍÓLAND og baráttan fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð

Á seinni hluta annars áratugarins fjölgaði loks í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Í níunda þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um myndir þeirra og baráttuna fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað finnst Íslendingum um íslenskar kvikmyndir?

Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Margir þeirra vöktu mikla athygli þegar líða fór á annan áratuginn. Þetta og margt annað í áttunda þætti Íslands: bíólands sem sýndur verður á RÚV á sunnudag kl. 20:15.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað er íslensk kvikmynd?

Á síðari helmingi fyrsta áratugarins heldur íslenskum kvikmyndum áfram að fjölga. Margar þeirra má kalla rammíslenskar, þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Þetta og margt fleira í sjöunda þætti Íslands: bíólands - Heima og heiman - sem sýndur er á RÚV næsta sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND – með nýrri öld steig fram ný kynslóð

Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda og myndum fjölgar. Þetta og margt annað í sjötta þætti Íslands: bíólands sem kallast Ný öld, ný kynslóð.

ÍSLAND: BÍÓLAND – þegar Íslenska kvikmyndasamsteypan var hryggjarstykkið í íslenskri kvikmyndagerð

Á seinni hluta tíunda áratugarins var Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar miðstöð íslenskrar kvikmyndagerðar. Um þetta er fjallað í fimmta þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvernig Óskarstilnefning BARNA NÁTTÚRUNNAR breytti íslenskri kvikmyndagerð

Á fyrrihluta tíunda áratugarins urðu mikil umskipti í íslenskri kvikmyndagerð. Um þetta er fjallað í fjórða þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Rödd í heimskór kvikmynda og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND og vorhret með sólarglennum á seinni hluta níunda áratugarins

Stella í orlofi, Foxtrot, Í skugga hrafnsins, Magnús, Skytturnar og margar fleiri í þriðja þætti Íslands: bíólands sem kallast Vorhret á glugga og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND og hin langa fæðing íslenskra kvikmynda

Fyrsti þáttur Íslands: bíólands kallast Löng fæðing og er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 20:20. Hann er helgaður þeim kvikmyndum sem gerðar voru frá upphafi tuttugustu aldar fram til loka sjötta áratugarins.

[Stikla, plakat] ÍSLAND: BÍÓLAND hefst á RÚV 14. mars

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.

Heimildamyndin “Nýjar hendur-innan seilingar” frumsýnd í Bíó Paradís

Heimildamyndin Nýjar hendur-innan seilingar verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 30. ágúst næstkomandi. Myndin rekur sögu Guðmundar Felix Grétarssonar sem missti báða handleggi í slysi en freistar þess að láta græða á sig nýja.

Tökur hafnar á þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda

Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.

Hugrás um “Varnarliðið”: Klassískt form og alþekkjandi ávarp

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um heimildamynd Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar Varnarliðið - kaldastríðsútvörður á Hugrás og segir hana afar vel úr garði gerða.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR