ÍSLAND: BÍÓLAND – hvernig Óskarstilnefning BARNA NÁTTÚRUNNAR breytti íslenskri kvikmyndagerð

Á fyrrihluta tíunda áratugarins urðu mikil umskipti í íslenskri kvikmyndagerð. Um þetta er fjallað í fjórða þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Rödd í heimskór kvikmynda og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

Óskarsverðlaunatilnefning Barna náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson í upphafi tíunda áratugarins, markar tímamót í sögu íslenskra kvikmynda og þær verða sýnilegri en áður á alþjóðlegum vettvangi.  Samstarf jókst við aðrar þjóðir um framleiðslu kvikmynda. Á þessum tíma komu einnig nýjir leikstjórar fram sem beindu sjónum að borgarumhverfinu og höfðuðu til unga fólksins.

Fjallað er um eftirfarandi myndir í þættinum:

Börn náttúrunnar
Sveitapiltsins draumur
Veggfóður
Sódóma Reykjavík
Nei er ekkert svar
Ein stór fjölskylda
Stuttur frakki
Cold Fever (Á köldum klaka)
Bíódagar
Karlakórinn Hekla
Tár úr steini
Svo á jörðu sem á himni
Agnes
Ingaló
Hin helgu vé
Ævintýri Pappírs-Pésa
Ævintýri á norðurslóðum
Skýjahöllin
Benjamín dúfa

Viðmælendur í fjórða þætti eru (í stafrófsröð):

Ari Kristinsson
Ásdís Thoroddsen
Björn Ægir Norðfjörð
Björn Þór Vilhjálmsson
Egill Eðvarðsson
Einar Már Guðmundsson
Friðrik Erlingsson
Friðrik Þór Friðriksson
Gísli Snær Erlingsson
Guðný Halldórsdóttir
Helga I. Stefánsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Hilmar Oddsson
Hilmar Örn Hilmarsson
Hrafn Gunnlaugsson
Júlíus Kemp
Kristín Jóhannesdóttir
Óskar Jónasson
Ragnhildur Gísladóttir
Sigurður Sverrir Pálsson
Sigurjón Sighvatsson (safnefni)
Snorri Þórisson
Tinna Gunnlaugsdóttir
Þráinn Bertelsson

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR