Það vakti athygli viðmælenda Lestarklefans á Rás 1 hve langt er gengið í nektarsenum karla í Síðustu veiðiferðinni, nýrri íslenskri gamanmynd, en myndin er margbrotnari en í fyrstu blasir við.
"Síðasta veiðiferðin á sína spretti. Brandararnir eru þó misgóðir og þegar upp er staðið er það einvalalið leikara sem heldur henni uppi," segir Gunnar Theodór Eggertsson á Lestinni um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.
"Alltaf gaman að sjá kvikmyndir sem einungis eru gerðar til að skemmta Íslendingum. Síðasta veiðiferðin er ein slík og ættum við að taka henni opnum örmum," segir Heiðar Sumarliðason á Vísi um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.