Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.
Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.
Heimildamyndin Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason er meðal þeirra mynda sem verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Litla Moskva eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.