Tökur hafnar á þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda

Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.

Í hverjum þætti, sem gert er ráð fyrir að verði tíu talsins, verður tekið fyrir afmarkað tímabil og það skoðað frá ýmsum hliðum, en tímabilin spanna allt frá upphafi tuttugustu aldar fram á okkar daga. Rætt verður við fjölda aðstandenda og sérfræðinga og kaflar úr völdum myndum teknir fyrir, auk þess sem lýst verður þróun íslenskra bíómynda, helstu áföngum og loks stöðu í samtímanum.

Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið ásamt RÚV.

Sigurður Sverrir Pálsson, einn reyndasti tökumaður Íslendinga, var fyrsti viðmælandinn þegar tökur hófust í morgun. Myndin að ofan er tekin við það tilefni.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt stjórnandi þessa verkefnis.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR