Gísli Snær Erlingsson: Gífurleg fjölgun umsókna

Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands for yfir stöðuna hjá KMÍ á kvikmyndaráðstefnunni í Hörpu í dag.

Meðal annars kom fram í máli hans að aukning á umsóknum frá því hann tók við fyrir um ári síðan væri um 70%. Gísli sagði ljóst að hinn mikli vöxtur í íslenskri kvikmyndagerð, sem staðið hefur um árabil, væri enn í fullum gangi.

Þess má geta að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hafa verið skorin hressilega niður á síðustu tveimur árum, eða sem nemur rúmum þriðjungi.

Gísli benti einnig á að umsóknir um gerð kvikmynda fyrir börn væru afar fáar og mátti á honum skilja að kvikmyndagerðarfólk mætti gefa þar hressilega í.

Hann fór einnig yfir þær breytingar sem unnið er að varðandi mat á umsóknum og vinnubrögðum ráðgjafa.

Ávarp Gísla Snæs má skoða hér. 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR