spot_img

Sigurjón Sighvatsson: Þurf­um að passa upp á jafn­vægið milli inn­lendr­ar fram­leiðslu og er­lendr­ar

Morgunblaðið ræðir við Sigurjón Sighvatsson framleiðanda og formann kvikmyndaráðs í tilefni opnunarræðu hans á kvikmyndaráðstefnu í Hörpu 5. apríl. 

Viðtalið má lesa hér í heild.

Úr viðtalinu:

Hvers vegna skipt­ir máli að vera með góða kvik­mynda­gerð hér á landi. Hvaða máli skipt­ir það fyr­ir ís­lensku þjóðina?

„Þurf­um við ekki að vernda sögu lands og þjóðar, okk­ar menn­ingu? Tala nú ekki um núna þegar mynd­mál er í raun búið að yf­ir­taka rit­málið. Er ekki helm­ing­ur af öll­um drengj­um und­ir fimmtán ára ólæs­ir og einn þriðji af stúlk­um?“ seg­ir Sig­ur­jón og held­ur áfram: 

„Þetta er enn þá mik­il­væg­ara en nokk­urn tím­ann fyrr. Ef við ætl­um að geta haldið uppi okk­ar sér­kenn­um og sögu lands og þjóðar þá verðum við auðvitað að geta búið til mynd­efni af öll­um teg­und­um á okk­ar eig­in tungu­máli, úr okk­ar eig­in sögu, þjóðfé­lagi og upp­lif­un­ar­heimi.“

Síðar segir:

Talið berst að end­ur­greiðslum frá ís­lenska rík­inu á kostnaði við kvik­mynda­gerð hér á landi. Sig­ur­jón seg­ir þess­ar end­ur­greiðslur nauðsyn­leg­ar en und­ir­strik­ar mik­il­vægi þess að fjár­magn­inu sé ekki öllu dælt til út­lend­inga. 

„Við þurf­um að koma jafn­vægi á það eins og aðrar þjóðir hafa gert. Til að mynda með því að skatt­leggja streym­isveiturn­ar,“ og nefn­ir sem dæmi fjár­svelta ís­lenska fjöl­miðla sem kvarta und­an því að þeir séu að missa tekj­ur. 

„Sem er al­veg rétt, en við erum að missa mest af þeim til út­lend­ing­anna,“ seg­ir Sig­ur­jón sem vill að horft verði til ann­ara þjóða og þak sett á end­ur­greiðslur til er­lendr­ar kvik­mynda­gerðar hér á landi. 

„End­ur­greiðslan er for­send­an fyr­ir því að við get­um haldið uppi grein­inni, en við þurf­um að passa upp á jafn­vægið milli inn­lendr­ar fram­leiðslu og er­lendr­ar.“ 

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR