Alma Ómarsdóttir leggur nú lokahönd á heimildamynd sem fjallar um íslenskar stúlkur á tímum hernámsins á Íslandi, með sérstaka áherslu á aðgerðir yfirvalda gegn þeim stúlkum sem umgengust hermenn.
Hátíðin var afar vel sótt og hin mikla þrjúbíósstemning sem myndaðist á nokkrum vinsælustu sýningum hátíðarinnar vakti upp mikla nostalgíu meðal eldri gesta hátíðarinnar.
Hross í oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. Myndin hefur því hlotið alls 21 verðlaun hingað til, þar af sex Eddur.
Sérstakt samstarfsverkefni WIFT í Noregi og á Íslandi, Doris Film, býður íslenskum og norskum konum til handritasamkeppni fyrir stuttmynd en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði til jafnréttismála. Frestur til að senda inn tillögur er til 1.maí næstkomandi.