Væntanlegt í Bíó Paradís

Bíó Paradís kynnir nú vetrardagskrá sína og er þar margt spennandi að finna eins og endranær. Ekki er verra að bíóið er nú komið með fullkomnustu stafrænar sýningargræjur og nýtt hljóðkerfi. Sjá nánar hér: Væntanlegt í Bíó Paradís. Stiklu um vetrardagskrána má sjá hér:
Posted On 17 Sep 2013

Páll Steingrímsson hlýtur náttúruverndarverðlaun

Páll Steingrímsson hinn gamalreyndi heimildamyndasmiður, hlaut í dag svokölluð Fjölmiðlaverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir heimildamyndagerð sína þar sem megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: “Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina.” Páll hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar bæði
Posted On 17 Sep 2013