Franska leikkonan Emmanuelle Riva kemur fram í kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur Þá og þegar elskan, sem tekin verður upp í haust. Riva er ein þekktasta leikkona Frakka og öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hiroshima mon amour eftir Alan Resnais sem út kom 1960.
Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut á dögunum Menningarverðlaun DV í flokki kvikmynda. DV fjallar um myndina, birtir umsögn dómnefndar og ræðir við Yrsu.