spot_img

Mbl. um “Fúsa”: Tilvistarspekileg þroskasaga

Gunnar Jónsson er Fúsi í samnefndri mynd Dags Kára.
Gunnar Jónsson er Fúsi í samnefndri mynd Dags Kára.

Hjör­dís Stef­ans­dótt­ir, gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins, gef­ur Fúsa fjór­ar stjörn­ur af fimm í um­sögn sinni.

Hjördís segir:

Nýj­asta mynd kvik­mynda­skálds­ins Dags Kára var frum­sýnd á Berl­inale hátíðinni í byrj­un fe­brú­ar þar sem hún vakti tölu­verða lukku og hlaut tals­vert lof. Hún hegg­ur að mörgu leyti í sama knérunn og fyrri mynd­ir leik­stjór­ans, Nói al­bínói, Voksne menn­e­sker og The Good Heart, því segja má að all­ar séu þær til­vist­ar­speki­leg­ar og ein­læg­ar þroska­sög­ur eft­ir­minni­legra per­sóna sem höfða til áhorf­enda og hreyfa við þeim á alþjóðleg­um vett­vangi.

Fúsi (Gunn­ar Jóns­son), titil­per­sóna nýj­ustu mynd­ar­inn­ar, er liðlega fer­tug­ur pip­ar­sveinn sem býr enn hjá móður sinni (Mar­grét Helga). Það fyr­ir­komu­lag er ást­manni henn­ar (Arn­ar Jóns­son) til nokk­urs ama, en hann fær vart rönd við reist því Fúsi er afar fast­ur í viðjum van­ans og rag­ur við að hleypa heimdrag­an­um. Fátt tíðinda­vert dríf­ur á daga Fúsa sem unir sér best í fé­lags­skap eina vin­ar síns (Sig­ur­jón Kjart­ans­son), en sam­an sviðsetja þeir göm­ul heims­stríð með forn­fá­leg­um mód­el­um. Hegðun hans og fram­koma minn­ir því þversagn­ar­kennt í senn á for­sögu­leg­an, risa­vax­inn loðfíl með þykk­an skráp og óharðnaðan, ófleyg­an unga sem get­ur ekki steypt sér úr hreiðrinu. Þegar tvær ör­laga­dís­ir, báðar kennd­ar við gyðjur, koma óvænt inn í líf hans, fer það allt úr skorðum þannig að Fúsi neyðist til að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramma sinn og bjóða framtíðinni byrg­inn. Til­vera ein­bú­ans Sjafn­ar (Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir) og hinn­ar barn­ungu Heru (Franziska Una) er einnig frem­ur lít­il­fjör­leg við upp­haf frá­sagn­ar­inn­ar, en hún tek­ur stakka­skipt­um líkt og hlut­skipti Fúsa eft­ir að þau fara að rugla sam­an reyt­um.

Líkt og áður er fram­vinda þess­ar­ar nýj­ustu mynd­ar Dags Kára, hisp­urs­laus, án allr­ar til­gerðar og mörkuð ein­stak­lega mann­legu skop­skyni. Mynda­tak­an og sögu­sviðið, sem er að mörgu leyti afar gam­aldags, ramma per­sónu Fúsa mynd­rænt inn, svo áhorf­end­ur eru vel meðvitaðir um hvernig hon­um er sniðinn allt of þröng­ur stakk­ur, jafnt í lif­anda lífi sem og inn­an hans hug­læga heims. Hann sting­ur veru­lega í stúf hvert sem hann fer og hef­ur því dregið sig inn í skel­ina og setið eft­ir í fram­rás tím­ans þannig að hann er orðinn að risa­vax­inni tíma­skekkju. Hlut­verkið er ber­sýni­lega skrifað fyr­ir Gunn­ar og hann nær því að gæða per­sónu sína afar mik­illi til­finn­inga­næmni, að því er virðist áreynslu­laust og á lág­stemmd­asta mögu­lega máta. Mót­leik­ur Ilm­ar er á hinn bóg­inn hams­laus­ari, enda Sjöfn miklu op­in­skárri og ber­skjaldaðri til­finn­inga­vera sem ræður ekk­ert við skap­gerðarsveifl­ur sín­ar. Líkt og nafna henn­ar er hún ástargyðja og hún seiðir Fúsa til lags við sig með óvæntri glettni og kántríballöðunni „Is­lands in the Stream“. Per­sóna Heru veit­ir að sama skapi skemmti­legt mót­vægi með barns­legri ein­lægni sinni og raun­ar kall­ast all­ar auka­per­són­ur á við aðal­hetj­una. Þar sem þær eru nán­ast all­ar hag­an­lega dregn­ar upp í hand­riti skila leik­ar­arn­ir all­ir af sér sterk­um, þétt­um og sam­stillt­um leik.

Eins og ger­ist og geng­ur í líf­inu al­mennt hef­ur hver per­sóna sinn djöf­ul að draga. Þær geta fyr­ir­vara­laust stokkið í væni­sjúka vörn og verið for­dóma­full­ar og skeyt­ing­ar­laus­ar í garð ná­ung­ans ef þeim finnst að sér vegið og hvorki mann­dóm­ur þeirra, gæska né ör­lög liggja ljós fyr­ir þegar þær stíga fram á sjón­ar­sviðið. Breytni þeirra kem­ur því áhorf­end­um sí­fellt á óvart og þær end­ur­spegla þannig ágæt­lega fjöl­breyti­leika raun­veru­legs mann­lífs. Óhætt er að hvetja fólk til að flykkj­ast í bíó, hvort sem það tel­ur sig til­finn­inga­næmt eða kald­lynt, til að sjá hvort hjákát­legi en hjarta­hreini og óspjallaði ridd­ar­inn Fúsi sem ekur um á skriðdreka­leg­um kagga með þung­arokk á hæsta hljóðstyrk í græj­un­um geti staðið af sér for­dóma og skeyt­ing­ar­leysi sam­fé­lags­ins og leyst ástargyðju sína úr henn­ar eig­in helj­aránauð. Eitt er víst að þeir sem það gera koma til með að nær­ast and­lega og geta í kjöl­farið orðið kær­leiks­rík­ari og jafn­vel sýnt meira umb­urðarlyndi í garð ná­ung­ans.

Sjá nánar hér: Fúsi: Tilvistarspekileg þroskasaga – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR