Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri ræðir Þresti, karlmennsku og fegurðina, auk ferilsins og vinnuaðferðir sínar í viðtali við Kristján Guðjónsson hjá DV.
Grímur Hákonarson hefur verið á ferð og flugi um kvikmyndahátíðir heimsins með mynd sína Hrúta og komið heim með á þriðja tug verðlauna. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og talin eiga góða möguleika á að hreppa útnefningu til Óskarsverðlauna. Grímur ræddi við Screen International á dögunum um næstu mynd sína, Héraðið.
Marzibil S. Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Hún hefur víðtæka reynslu meðal annars af kvikmyndagerð og verkefnastjórnun. Hátíðin óskar jafnframt eftir stuttmyndum, skilafrestur er til 10. janúar 2016.