Marzibil Sæmundardóttir ráðin framkvæmdastjóri Stockfish hátíðarinnar, skilafrestur í stuttmyndakeppni 10. janúar

Marzibil Sæmundardóttir.
Marzibil Sæmundardóttir.

Marzibil S. Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Hún hefur víðtæka reynslu meðal annars af kvikmyndagerð og verkefnastjórnun. Hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi.

Sprettfiskur – skilafrestur til 10. janúar

Hátíðin óskar eftir stuttmyndum í stuttmyndakeppnina Sprettfiskinn.

Skilyrði fyrir stuttmyndir eru eftirfarandi:

  • Hámarkslengd mynda er 30 mínútur.
  • Myndirnar mega ekki vera eldri en eins árs þegar Stockfish hátíðin verður haldin 18.-28. febrúar 2016, myndir verða því að hafa verið fullunnar 18. febrúar 2015 eða síðar.
  • Myndirnar verða að vera gerðar af íslenskum leikstjórum og/eða framleiðendum.
  • Frumsýningarkrafa er á innsendum myndum sem þýðir að stuttmyndirnar mega hvorki hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum né öðrum hátíðum á Íslandi. Undanskyldar eru skólasýningar sem og myndir sem hafa verið sýndar erlendis.

Skilafrestur er 10. janúar 2016. Sérstök valnefnd kvikmyndagerðarmanna mun fara yfir allar innsendar myndir.

Fimm myndir verða valdar inn á hátíðina og ein þeirra mun hljóta verðlaunin Sprettfiskur 2016. Tekið er á móti myndum á shorts@stockfishfestival.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR