Miles Teller (Whiplash), Shailene Woodley (Adrift) og William Hurt munu fara með helstu hlutverk í nýrri kvikmynd Gríms Hákonarsonar, The Fence. Fyrirhugað er að tökur hefjist í Bandaríkjunum í mars á næsta ári.
Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við The Guardian í tilefni af því að sýningar á mynd hans Héraðinu hefjast í Bretlandi í dag. Þar ræðir hann meðal annars um upplifun sína af viðbrögðum sumra kollega sinna hér á landi í kjölfar velgengni Hrúta.
Peter Bradshaw skrifar um Héraðið eftir Grím Hákonarson í The Guardian, en myndin er frumsýnd í Bretlandi (Curzon Home Cinema) 22. maí. Hann gefur meðal annars Arndísi Hrönn Egilsdóttur glimrandi umsögn og myndinni fjórar stjörnur.
Héraðið Gríms Hákonarsonar er meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar nk. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Drekaverðlaunin eru stærstu peningaverðlaun sem þekkjast á kvikmyndahátíðum, en þau nema einni milljón sænskra króna (rúmum 13 milljónum íslenskra króna).
"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.
Flatneskjuleg“ var fyrsta orðið sem ég heyrði um Héraðið þegar fyrstu dómarnir fóru að detta í hús. Það er eitthvað til í því – en það merkilega er að það er að einhverju leyti styrkur myndarinnar," segir Ásgeir H. Ingólfsson á vef sínum Menningarsmygl um kvikmynd Gríms Hákonarsonar.
Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi tjáði sig á dögunum um kvikmyndina Héraðið eftir Grím Hákonarson. Hann segir Grími "takast býsna vel að búa um þetta spennandi og formúlukennda átakamynd um klassískt minni, baráttu einstaklings gegn voldugu og spilltu ofurefli."
Farið er af stað nýtt hlaðvarp um kvikmyndagerð, 180⁰ reglan, þar sem rætt er við kvikmyndagerðarfólk úr ýmsum áttum. Freyja Kristinsdóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu en tveir þættir eru þegar komnir á netið.
"Þegar upp er staðið er mynd Gríms áhrifamikil saga um uppreisn í lokuðu samfélagi sem stendur fyrir öll undirokuð samfélög," segir Davide Abbatescianni í Cineuropa um Héraðið Gríms Hákonarsonar.
Allan Hunter hjá Screen skrifar um Héraðið Gríms Hákonarsonar frá Toronto hátíðinni og segir hana baráttusögu í anda mynda Frank Capra, sem sé vel til þess fallin að koma í kjölfar annarrar baráttumyndar frá Íslandi, Kona fer í stríð.
Stundin fjallar um baksvið þeirra atburða sem sjá má í kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðinu. „Héraðið er í rauninni bara smækkuð mynd af Íslandi. Það er mjög mikil einokun á mörgum sviðum á Íslandi, það er okur og spilling og svo þessi mikla þöggun. Þetta eru allt sterk element í myndinni. Ég hugsa Ingu sem persónugervingur nýja Íslands á meðan kaupfélagið er gamla Ísland,“ segir Grímur í spjalli við Stundina.
Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.
"Snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars í umsögn sinni um Héraðið eftir Grím Hákonarson, sem hún gefur fjórar stjörnur.