Guðmundur Ingi Þorvaldsson og „Hrútar“ tilnefnd til National Film Awards í Bretlandi

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í Chasing Robert Barker.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í Chasing Robert Barker.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til National Film Awards í Bretlandi fyrir leik sinn í myndinni Chasing Robert Barker sem meðal annars var sýnd á síðustu RIFF-hátíð. Michael Fassbender, Tom Courtenay, Colin Firth, Tom Hardy og Daniel Craig fá einnig tilnefningu. Hrútar Gríms Hákonarsonar er tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins.

National Film Awards eru ný verðlaun sem haldin verða í London í annað sinn þann 31. mars næstkomandi. Almenningur kýs á netinu um tilnefningar og sigurvegara viðkomandi flokka. Hér má sjá sigurvegara síðasta árs.

Hægt er að kjósa hér.

Sjá má tilnefningar hér: Nominations for the National Film Awards 2016 Revealed – National Film Awards

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR