Myndin var sýnd á RIFF í fyrra og er samstarfsverkefni Pascal Payant og Guðmundar Inga Þorvaldssonar sem jafnframt fer með aðalhlutverkið ásamt pólsku leikkonunni Oliwia Drozdzyk.
Eftir að hafa misst son sinn og eiginkonu á vofveiglegan máta fer fortíð Gunnars að banka upp á. Bréf finnast sem segja frá erfiðleikum í hjónabandi Gunnars og látinnar eiginkonu hans og fer systir hennar að gruna Gunnar um græsku. Í sorginni ákveður Gunnar að heiðra minningu látinnar eiginkonu og sonar með því að ganga frá sveitabæ sínum að Krísuvíkurbjargi. Á leiðinni kynnist hann Ewu, ungri pólskri konu sem á sína eigin lituðu fortíð. Ólíkleg vinátta þeirra veldur kaflaskiptum í lífi þeirra beggja.
Payant skrifar einnig handritið og framleiðir ásamt Guðmundi Inga. Birgir Hilmarsson gerir tónlist og Gunnar Árnason vann hljóð.