[Stikla] ALLRA AUGU Á MÉR frumsýnd 12. febrúar

Bíómyndin Allra augu á mér (All Eyes on Me) eftir kanadíska leikstjórann Pascal Payant verður frumsýnd í Bíó Paradís 12. febrúar.

Myndin var sýnd á RIFF í fyrra og er samstarfsverkefni Pascal Payant og Guðmundar Inga Þorvaldssonar sem jafnframt fer með aðalhlutverkið ásamt pólsku leikkonunni Oliwia Drozdzyk.

Eftir að hafa misst son sinn og eiginkonu á vofveiglegan máta fer fortíð Gunnars að banka upp á. Bréf finnast sem segja frá erfiðleikum í hjónabandi Gunnars og látinnar eiginkonu hans og fer systir hennar að gruna Gunnar um græsku. Í sorginni ákveður Gunnar að heiðra minningu látinnar eiginkonu og sonar með því að ganga frá sveitabæ sínum að Krísuvíkurbjargi. Á leiðinni kynnist hann Ewu, ungri pólskri konu sem á sína eigin lituðu fortíð. Ólíkleg vinátta þeirra veldur kaflaskiptum í lífi þeirra beggja.

Payant skrifar einnig handritið og framleiðir ásamt Guðmundi Inga. Birgir Hilmarsson gerir tónlist og Gunnar Árnason vann hljóð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR