Heim Fréttir Ný kvikmynd, "Taka 5", væntanleg frá Magnúsi Jónssyni

Ný kvikmynd, „Taka 5“, væntanleg frá Magnúsi Jónssyni

-

Hrund Atladóttir og Magnús Jónsson við tökur.

Magnús Jónsson er þessa dagana að ganga frá sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Verkið kallast Taka 5 og fóru upptökur fram síðsumars í fyrra.

Þetta er er svört gamanmynd um Ragnar Árnason, ungan bónda sem hefur alist upp í einangrun á afskekktum bæ úti á landi. Hans eini félagsskapur er sjónvarpið og persónur kvikmyndanna. Æðsti draumur Ragnars er að vera leikari og að fá að leika í alvöru bíómynd. Dag einn ákveður hann gera eitthvað í málunum. Hann rænir fimm listamönnum úr borginni, leikstjóra, leikkonu, myndlistarmanni, tónskáldi og rithöfundi og neyðir þau til að búa til bíómynd með sér upp úr gamalli sögu sem hann fann í bók.

Leikarahópurinn.

Upptökur fóru fram í Fljótshlíð, Rangárvallasýslu á 9 dögum. Magnús segir verkið í anda Dogma myndanna, starfslið hafi verið fámennt og farið framhjá styrkjum og sjóðum. Stefnt er á að frumsýna myndina í vor.

Hilmir Jensson, Þóra Karítas Árnadóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Halldór Gylfason, Ólafur Ásgeirsson, Kári Hjaltason, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Magnús Jónsson fara með hlutverk myndarinnar.

Magnús semur handrit og leikstýrir, Hrund Atladóttir stjórnar kvikmyndatöku, Árni Þorbjörn Gústafsson sér um hljóðhönnun en hljóðmenn auk hans voru Ari Rannveigarson og Kári Haraldsson, sem einnig sá um almenna aðstoð.

Stikla er væntanleg um næstu mánaðamót.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.