spot_img

[Stikla] “15 ár á Íslandi” – 15 ár í vinnslu

Heimildamyndin 15 ár á Íslandi eftir Jón Karl Helgason verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 22.mars næstkomandi. Myndin fylgist með lífi taílenskrar fjölskyldu á Íslandi síðastliðin 15 ár.

Myndinni er svo lýst:

Það krefst hugrekkis að flytja á nýjar og ókunnar slóðir. Fyrir fimmtán árum fluttist taílensk fjölskylda til Íslands til að leita að betra lífi en elsta dóttirin varð eftir í Taílandi. Fylgst er með daglegu lífi fjölskyldunnar, baráttunni við að aðlagast íslensku samfélagi og þegar mikilvægum markmiðum hefur verið náð.

Plakatið er eftir Önnu Róbertsdóttur Glaad.

Jón Karl segir markmið myndarinnar meðal annars að opna huga Íslendinga fyrir lífsbaráttu innflytjenda og opna áhorfendum sýn inní framandi menningarheim Taílendinga hér á landi, mismunandi trúarbrögð, dans og tónlistarhefð, vinna á fordómum gegn fólki af öðrum uppruna og auka þannig þekkingu og virðingu milli ólíkra menningarheima.

Stiklu verksins má sjá hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR