Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Hátíðin hófst í dag og stendur fram til 6. júlí. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg tekur þátt í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi sem fram fer dagana 28. júní til 6. júlí. Plakat myndarinnar hefur verið gert opinbert.
Frábært sálfræðilegt drama segir Davide Abbatescianni um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur í Cineuropa, en myndin var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg.
Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.
Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, sem lauk í gærkvöldi. Pólsk/íslenska heimildamyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin.
Sérlegur tíðindamaður Klapptrés, Þorkell Harðarson, flytur lesendum annan pistil sinn frá Skjaldborgarhátíðinni sem nú fer að ljúka. Lokapistill er væntanlegur.
Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu þann 8. júní. Fyrir skemmstu hlaut Ingvar verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á Cannes hátíðinni.
Skjaldborgarhátíðin er hafin og standa leikar nú sem hæst á Patreksfirði. Sérlegur tíðindamaður Klapptrés, Þorkell Harðarson, hefur sent frá sér skýrslu um upphafið og birtist hún hér. Von er á annarri á morgun.
Leggja ætti niður endurgreiðslur af hálfu ríkisins til spjall-, skemmti- og raunveruleikaþátta og takmarka ætti endurgreiðslurnar við kvikmyndir í fullri lengd, röð leikinna sjónvarpsþátta eða sjónvarpsmynda og svo heimildarmyndir. Þetta kemur fram í skýrslu vinnuhóps um styrki og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
"Heldur góðum dampi með hressilegri kvikmyndatöku og klippingu sem heldur áhorfendum við efnið þó að saga og persónusköpun risti ekki sérlega djúpt," segir Marta Sigríður Pétursdóttir í Lestinni á Rás 1 um Eden eftir Snævar Sölvason.