spot_img
HeimBransinnBreytingar lagðar til á endurgreiðslukerfinu

Breytingar lagðar til á endurgreiðslukerfinu

-

Leggja ætti niður end­ur­greiðslur af hálfu rík­is­ins til spjall-, skemmti- og raun­veru­leika­þátta og tak­marka ætti end­ur­greiðsl­urnar við kvik­myndir í fullri lengd, röð leik­inna sjón­varps­þátta eða sjón­varps­mynda og svo heim­ild­ar­mynd­ir. Þetta kemur fram í skýrslu vinnu­hóps um styrki og end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar.

Kjarninn segir frá:

Vinnu­hóp­ur­inn leggur til að ef end­ur­greiðslur ein­stakra verk­efna fari yfir 400 millj­ónir króna væri hægt að dreifa end­ur­greiðsl­unum yfir fleiri en eitt ár til þess að forð­ast að stór verk­efni þurrki upp fjár­veit­ingu árs­ins.

Enn fremur ætti ekki að vera hægt að skuld­binda rík­is­sjóð umfram þriggja ára áætlun rík­is­að­ila og reikn­ingar fram­leið­enda ættu að vera end­ur­skoð­aðir af lög­giltum end­ur­skoð­anda til að stað­festa að fram­leiðslan upp­fylli kröfur end­ur­greiðslu­kerf­is­ins. Að lokum ætti að end­ur­skoða menn­ing­ar- og fram­leiðslu­hluta verk­efna­mats­ins til þess að gera það gagn­særra og hlut­læg­ara.

Þak á árs­greiðslur

Verði til­lög­urnar að lögum þá verður sett þak á árs­greiðslur til ein­stakra verk­efna og öll verk­efni þurfi að lúta end­ur­skoðun á kostn­aði. Þar með verði nýt­ing fjár­muna bætt og heild­ar­upp­hæðir end­ur­greiðslna lækk­að­ar, að því er kemur fram í skýrsl­unni.

Styrkir og veik­leikar

Styrkur núver­andi kerf­is eru sam­kvæmt skýrsl­unn­i þeir að kerfið sé ein­falt, gagn­sætt, hvetji til upp­bygg­ing­ar, stuðli að vexti í atvinnu­grein­inni og hefði efna­hags­leg marg­feld­is­á­hrif. End­ur­greiðslu­kerfið geti stuðlað að mik­illi land­kynn­ingu og auki útflutn­ing.

Veik­leikar kerf­is­ins séu að auð­velt sé að mis­nota kerf­ið, ákvæði séu ekki nógu skýr um eft­ir­lit með fram­leiðslu­kostn­aði og að óvissa gæti verið um útgjöld rík­is­sjóðs hverju sinni. Kerfið geti komið í veg fyrir sjálf­bærni kvik­mynda­iðn­að­ar­ins og að gengi íslensku krón­unnar hafi mikil áhrif, að því er fram kemur í skýrslu vinnu­hóps­ins.

Sjá nánar hér: Vilja breyta endurgreiðslukerfi kvikmyndaframleiðslu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR