spot_img
HeimEfnisorðEndurgreiðslan

Endurgreiðslan

TRUE DETECTIVE væntanleg hingað í tökur, einnig ný kvikmynd Lynne Ramsay

Orðrómur er á kreiki um að fjórða syrpa hinnar margverðlaunuðu þáttaraðar, True Detective, verði tekin upp hér á landi að megninu til á næstunni. Þá mun nýjasta mynd Lynne Ramsay, Stone Mattress eftir sögu Margaret Atwood, verða filmuð hér og á Grænlandi í september.

Hvaða verk í undirbúningi falla undir 35% endurgreiðsluna og hver ekki?

35% endurgreiðslan er hugsuð fyrir stærri verkefni og þá ekki síst af erlendum toga. Ljóst er þó að ýmsar innlendar bíómyndir og þáttaraðir falla undir hækkaða endurgreiðslu.

35% endurgreiðsla samþykkt: 350 mkr. gólf, 30 töku- og eftirvinnsludagar, 50 starfsmenn

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á hlutfalli tímabundinna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Lagt til að gólf verði hækkað í 350 milljónir króna vegna 35% endurgreiðslu

Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.

Ágreiningur um útfærslu 35% endurgreiðslu

Ágreiningur er innan stjórnkerfisins um útfærslu 35% endurgreiðslunnar, en frumvarp þar að lútandi er nú til meðferðar Alþingis. Fjármálaráðuneytið segir samráð hafa skort og undirbúning ónægan, auk þess sem það sé ófjármagnað. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra vísar þessu á bug.

Verður endurgreiðslan hækkuð?

Orðrómur er á kreiki um að hækkun á endurgreiðslum til kvikmyndagerðar verði meðal atriða í væntanlegum stjórnarsáttmála. Framsóknarflokkurinn hefur lýst þeim vilja sínum að þær verði hækkaðar í 35%, en þessar hugmyndir mæta einnig andstöðu innan stjórnarflokkana.

Styðja hugmyndir um hækkun endurgreiðslu

Forsvarsfólk nokkurra stærstu kvikmyndafélaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í 35%.

Framsókn sér fyrir sér að auka endurgreiðslur í 35%

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Framsóknarflokksins seg­ir tæki­færi fel­ast í því að auka end­ur­greiðslur á kostnaði stórra kvik­mynda­verk­efna hér á landi í 35%. Þetta kemur fram í Dagmálum, þjóðmálaþætti Morgunblaðsins.

Óttast uppsagnir starfsfólks verði fyrirhugaðar breytingar á endurgreiðslulögum að veruleika

Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Björn B. Björnsson: Stjórnvöld stilli sig um að setja kostnaðaraukandi og íþyngjandi reglur varðandi endurgreiðslukerfið

Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi hefur lagt fram umsögn á samráðsgátt sjórnvalda varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurgreiðslukerfið, þar sem hann mótmælir því að verk með endurgreiðslu undir 20 milljónum verði ekki lengur undanþegin yfirferð löggilts endurskoðanda.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Eiríkur Ragnarsson: Hvað kostar Ófærð okkur?

Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) heldur áfram að skrifa í Kjarnann um fjárfestingu ríkisins í íslenskum kvikmyndaiðnaði og bendir á að þar sem framleiðsla á íslenskri menningu sé greidd úr sameiginlegum, takmörkuðum, sjóðum samfélagsins sé eðlilegt að velta fyrir sér hvort að því fé sé vel varið.

Endurgreiðslan er fjárfesting sem skilar arði

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.

Eiríkur Ragnarsson: Af hverju gaf ríkið Vin Diesel og félögum einu sinni 500 milljónir?

Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er lík­lega alveg hægt að fara verr með almanna­fé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.
spot_imgspot_img

MEST LESIÐ