Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi hefur lagt fram umsögn á samráðsgátt sjórnvalda varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurgreiðslukerfið, þar sem hann mótmælir því að verk með endurgreiðslu undir 20 milljónum verði ekki lengur undanþegin yfirferð löggilts endurskoðanda.
Stór tækifæri felast í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu og hækka endurgreiðslur af framleiðslukostnaði í 35% líkt og gert er í löndum sem keppa við Ísland um verkefni, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.
Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) heldur áfram að skrifa í Kjarnann um fjárfestingu ríkisins í íslenskum kvikmyndaiðnaði og bendir á að þar sem framleiðsla á íslenskri menningu sé greidd úr sameiginlegum, takmörkuðum, sjóðum samfélagsins sé eðlilegt að velta fyrir sér hvort að því fé sé vel varið.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.
Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er líklega alveg hægt að fara verr með almannafé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.
Endurgreiðsla ríkisins á kostnaði sem fellur til við erlend kvikmyndaverkefni hér á landi þyrfti að vera hærri, að mati Leifs B. Dagfinnssonar stjórnarformanns True North. Rætt var við hann í Morgunútvarpi Rásar 2.
Ríkisendurskoðun sendi á dögunum frá sér úttekt á endurgreiðslukerfi kvikmynda, en úttektin var gerð vegna ábendingar um hugsanlega misnotkun. Það er þó ekki niðurstaða skýrslunnar. SÍK hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið.
Samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að verulega dragi úr endurgreiðslum til kvikmyndagerðar á næsta ári og að þær fari enn frekar lækkandi á næstu tveimur árum eftir það.
Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) leggjast alfarið gegn nokkrum breytingum sem boðaðar eru í drögum frumvarps um breyttar reglur á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu.
Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir fyrirhugaðar lagabreytingar á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar neikvæðar. Vísir/Fréttablaðið greinir frá.
Í nýjum frumvarpsdrögum eru lagðar til breytingar á endurgreiðslukerfinu í þá veru að hætt verði að hætt verði að styðja spjallþætti, raunveruleikaþætti og skemmtiþætti, auk þess sem þak verði sett á ársgreiðslu til einstakra verkefna, að öll verkefni lúti endurskoðun á kostnaði og að skilin á milli endurgreiðslukerfisins og úthlutunar úr Kvikmyndasjóði verði skýrari. Frumvarpsdrögin hafa verið birt á Samráðsgátt stjórnvalda, þar sem hægt er að senda inn umsögn um þau.
Leggja ætti niður endurgreiðslur af hálfu ríkisins til spjall-, skemmti- og raunveruleikaþátta og takmarka ætti endurgreiðslurnar við kvikmyndir í fullri lengd, röð leikinna sjónvarpsþátta eða sjónvarpsmynda og svo heimildarmyndir. Þetta kemur fram í skýrslu vinnuhóps um styrki og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
Forsvarsmenn RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, hafa óskað eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar varðandi endurgreiðslumál sjónvarpsþáttanna Ófærðar. Yfirskattanefnd féllst ekki á að vaxtagreiðslur vegna láns upp á tíu milljónir og erlendur kostnaður upp á rúmar fimm milljónir yrðu hluti af endurgreiðslunni.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar námu rúmum einum og hálfum milljarði 2016 og hafa aldrei verið hærri. 70% af endurgreiðslunni fóru til erlendra verkefna, 29% til innlendra og 1% til samframleiðslu.
„Ég held að það sé ekkert okkur í hag að þeim gangi illa,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Vísi um ákvörðun bresku þjóðarinnar um að segja sig úr Evrópusambandinu. Breska þjóðin kaus um veru í sambandinu síðastliðinn fimmtudag en þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á breskan kvikmyndaiðnað sem Íslendingar hafa notið góðs af.