Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þetta kemur fram í frétt mbl.is af miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir:

Vísaði hann þar í kvik­mynda­stefnu sem Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, hef­ur lagt fram og miðar að því að gera kvik­mynda­fram­leiðslu að fjórðu stoð ís­lensks efna­hags­lífs.

„Árið 2019 störfuðu um 26 þúsund manns við ferðaþjón­ustu á Íslandi. Get­um við sett okk­ur mark­mið um það að 10-15 þúsund muni starfa í kvik­mynd­um og tölvu­leikj­um inn­an fárra ára og velt­an fari úr tæp­um 30 millj­örðum króna í 300 millj­arða? Það er hægt með mark­vissri stefnu,“ sagði Sig­urður Ingi.

Benti hann á að ferðavenju­könn­un sýndi að tæp­lega 40% þeirra ferðamanna sem hingað koma tækju ákvörðun eft­ir að hafa séð Ísland á sjón­varps­skján­um eða hvíta tjald­inu.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR