AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Agnes Joy, sem einnig var valin kvikmynd ársins á Edduverðlaununum í ár, er í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem ennfremur skrifaði handrit myndarinnar ásamt þeim Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Myndin hlaut einnig Edduverðlaun fyrir handrit. Þá hlaut Katla Margrét Þorgeirsdóttir Edduna fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki, Björn Hlynur Haraldsson fyrir leikara ársins í aukahlutverki, auk þess sem Gunnar Árnason hlaut Edduna fyrir hljóð ársins og þau Lína Thoroddsen og Kristján Loðmfjörð fyrir klippingu ársins.

Agnes Joy var framleidd af Birgittu Björnsdóttur og Göggu Jónsdóttur fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar, sem er meðframleiðandi myndarinnar ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur.

93. Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin þann 25.apríl 2021, en tilnefningar til verðlaunanna verða kynntar 15. mars 2021.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR