Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
"Afar skemmtileg kvikmynd sem fjallar á djúpviturlegan, fallegan og sprenghlægilegan hátt um uppvöxt, eftirsjá og fjölskyldusambönd," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur í Morgunblaðinu. Brynja gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.
"Ofboðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í fimm stjörnu dómi í Fréttablaðinu um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.
„Einstaklega vel leikin kvikmynd og samleikur helstu leikara svo hárfínn og vandaður að söguefniviðurinn fær hreinlega vængi,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV í umfjöllun sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.
Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.
Sýningar á Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur hefjast í kvikmyndahúsum Senu í dag. Heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Gósenlandið, byrjar í sýningum í Bíó Paradís á morgun föstudag.
Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verða sýndar á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Busan í Suður Kóreu sem fer fram dagana 3.–12. október. Báðar myndirnar munu taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar.