Aðsókn | „Agnes Joy“ yfir átta þúsund áhorfendur eftir þriðju helgi

Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur heldur áfram að gera það gott í bíó, en eftir þriðju sýningarhelgi hefur hún fengið alls 8,399 áhorfendur.

2,996 sáu Agnes Joy í vikunni, en alls hefur myndin fengið 8,399 gesti eftir 3. sýningarhelgi.

1,308 sáu Þorsta í annari sýningarviku en alls hafa 2,926 séð hana hingað til.

491 sáu Goðheima (Valhalla) í vikunni. Myndin hefur fengið alls 4,418 gesti eftir 4 sýningarhelgar.

Alls sáu 158 Hvítan, hvítan dag í vikunni, en heildaraðsókn nemur nú 11,105 manns eftir 10 sýningarhelgar.

Aðsókn á íslenskar myndir 28. okt. til 2. nóv. 2019

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
3Agnes Joy2,9968,3995,403
2Þorsti1,3082,9261,618
4Goðheimar (Valhalla)4914,4183,927
10Hvítur, hvítur dagur15811,10510,947
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR