Sagafilm og bandaríska framleiðslufyrirtækið Garnet Girl munu framleiða saman kvikmyndina Afterlands í leikstjórn Páls Grímssonar. Tökur munu fara fram á Íslandi síðar á árinu.
Ísold Uggadóttir ræðir við vefinn No Film School um vinnuaðferðir sínar við gerð kvikmyndarinnar Andið eðlilega og sérstaklega um sköpun hins kalda andrúmslofts myndarinnar gegnum liti og hljóð.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynd og Northern Wave International Film Festival eru báðar tilnefndar til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.
Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu segir Lóa - þú flýgur aldrei einn feykilega vel heppnaða teiknimynd, áferðarfallega, fyndna og spennandi. Hann gefur myndinni fimm stjörnur (að ósk 10 ára dóttur sinnar).