Daglegt færslusafn: Mar 7, 2016

Þegar Ameríska nóttin opnaði á Óðinstorgi

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson kemur í kvikmyndahús þann 11. mars. Aðalpersóna myndarinnar, Hringur (Atli Rafn Sigurðarson), er bíóhneigður og rekur búð með mynddiska. Búðin heitir „Ameríska nóttin“ eftir mynd Francois Truffaut La Nuit américaine, sem fjallar um kvikmyndaleikstjóra og teymi hans að taka upp kvikmynd. Búðinni var plantað á jarðhæð húss við Óðinstorg í miðborg Reykjavíkur.

The Guardian: „Ófærð“ óvæntur smellur vetrarins

Ófærð er óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíða spenntir eftir lokauppgjörinu næsta laugardag, segir The Guardian í enn einni umfjöllun sinni um þáttaröðina.

„Amma“ eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann

Úrslitin hafa verið kunngjörð í Örvarpinu sem er vettvangur örmynda á Íslandi. Myndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann 2016, Von eftir Atla Þór Einarsson hlaut sérstok hvatningarverðlaun og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson hlaut áhorfendakosningu. Verðlaun voru veitt af Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi, en verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís s.l. laugardag.