„Amma“ eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann

Verðlaunaþegar Örvarpans 2016, frá vinstri: Garðar Ólafsson, Eyþór Jóvinsson og Atli Þór Einarsson. (Ljósmynd: Laufey Elíasdóttir)
Verðlaunaþegar Örvarpans 2016, frá vinstri: Garðar Ólafsson, Eyþór Jóvinsson og Atli Þór Einarsson. (Ljósmynd: Laufey Elíasdóttir)

Úrslitin hafa verið kunngjörð í Örvarpinu sem er vettvangur örmynda á Íslandi. Myndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann 2016, Von eftir Atla Þór Einarsson hlaut sérstok hvatningarverðlaun og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson hlaut áhorfendakosningu. Verðlaun voru veitt af Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi, en verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís s.l. laugardag.

Dómnefnd skipuðu Ása Helga Hjörleifsdóttir, Magnús Leifsson og Laufey Elíasdóttir. Heiðursgestur hátíðarinnar var Valdís Óskarsdóttir. Þær 14 myndir sem voru sýndar á hátíðinni voru valdar af Dögg Mósesdóttur og Sindra Bergmann.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR