HeimEfnisorðEyþór Jóvinsson

Eyþór Jóvinsson

Stuttmyndin „Skuggsjá“ fær tvenn verðlaun

Stuttmyndin Skuggsjá, útskriftarmynd Magnúsar Ingvars Bjarnasonar frá Kvikmyndaskóla Íslands, vann á dögunum til fyrstu verðlauna á tvemur íslenskum kvikmyndahátíðum, Gullmolanum, stuttmyndahátíð Kópavogs og á alþjóðlegu hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter, sem haldin var í fyrsta sinn á Akranesi í nóvember.

„Amma“ eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann

Úrslitin hafa verið kunngjörð í Örvarpinu sem er vettvangur örmynda á Íslandi. Myndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann 2016, Von eftir Atla Þór Einarsson hlaut sérstok hvatningarverðlaun og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson hlaut áhorfendakosningu. Verðlaun voru veitt af Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi, en verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís s.l. laugardag.

„Holding Hands for 74 Years“ hlýtur áhorfendaverðlaun Reykjavik Shorts & Docs Festival

Heimildamynd Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu og hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár hlaut fyrstu verðlaun. Önnur verðlaun hlaut stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson og í þriðja sæti var myndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.

Stuttmyndin „Sker“ á Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest

Stuttmyndinni Sker eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tvemur virtum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum. Eyþór mun fylgja myndinni eftir og fara út á báðar þessar hátíðir. Myndin er byggð á sönnum atburðum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR