Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og hyggst gera mynd eftir henni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.
RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjórinn Peter Flinth (Arn: The Knight Templar) stýrir. Nordic Film and TV News fjallar um myndina.
Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi ræðir við Wendy Mitchell hjá Screen um árið sem er að líða og hvernig honum og samstarfsfólki tókst að vinna sig framhjá takmörkunum vegna heimsfaraldursins. Hann ræðir líka um stöðuna í kvikmyndabransanum almennt sem og verkefnin framundan.
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
Vísindaskáldsöguþættirnir Katla úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks verða framleiddir af efnisveitunni Netflix. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en þar segir að fallegt landslag Íslands verði fyrirferðarmikið í átta þátta Netflix-seríunni en framleiðsla hefst 2020.
Baltasar Kormákur sagði frá því í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Netflix myndi fjármagna íslenska þáttaröð á hans vegum og að tökur hefjist næsta vor í Gufunesi.
Baltasar Kormákur mun leikstýra kvikmyndinni Arthur the King á næsta ári. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið, en þetta verður í þriðja sinn sem þeir Baltasar vinna saman.
„Markmiðið var að reyna að gera betur. Mig langaði til að nota tækifærið og fjalla um eitthvað sem skiptir mig máli og nota þrillerinn, án þess að tapa spennu og skemmtanagildi, til þess að fjalla um viðkvæmari mál eins og Ísland og landvernd," segir Baltasar Kormákur um nýja syrpu þáttaraðarinnar Ófærð sem frumsýnd verður á RÚV annan dag jóla.
Ingvar E. Sigurðsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkin í fyrirhugaðri kvikmynd og þáttaröð Baltasars Kormáks þar sem byggt er á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tökur eru fyrirhugaðar undir lok næsta árs eða í byrjun þess þar næsta.
Robert Richardson er einn virtasti tökumaður í bandarískum kvikmyndum síðasta aldarfjórðung eða svo. Hann hefur þrisvar hlotið Óskarsverðlaunin en slíkir eru teljandi á fingrum annarar handar. Richardson var tökumaður Adrift eftir Baltasar Kormák, en hann er kunnastur fyrir samstarf sitt við Oliver Stone, Martin Scorsese og Quentin Tarantino. Ásgrímur Sverrisson ræddi við hann á dögunum um myndina, samstarfið við Baltasar og fyrrnefnda leikstjóra.
Baltasar Kormákur er í viðtali við Variety um nýjustu mynd sína, Adrift, sem frumsýnd verður þann 1. júní vestanhafs, en hér á landi tveimur vikum síðar.
Baltasar Kormákur og Reykjavík Studios opnuðu formlega nýtt kvikmyndaver í Gufunesi á sumardaginn fyrsta, en tökur á annarri syrpu Ófærðar hafa staðið þar yfir að undanförnu. Klapptré ræddi við Baltasar um rekstargrundvöllinn og hvernig hann sér þetta allt fyrir sér.
Fyrsta stiklan úr nýjustu Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, Adrift, var frumsýnd í síðustu viku og af því tilefni ræddi RÚV við hann. Baltasar segir að vinnan við myndina hafi verið mjög krefjandi.