Fyrstu rammarnir úr KÖTLU

Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.

„Einu ári eft­ir eld­gos í Kötlu hef­ur lífið í friðsæla smá­bæn­um Vík breyst til muna. Eld­stöðin er ennþá virk og jök­u­lís­inn ofan við gosopið að ein­hverj­um hluta bráðnaður,“ segir í tilkynningu. „Bær­inn hef­ur verið rýmd­ur og eins svæðið í kring en ein­ung­is er hægt að kom­ast þangað með því að fara yfir Markarfljót. Þeir ör­fáu bæj­ar­bú­ar sem eft­ir eru ná að halda nauðsyn­legri þjón­ustu í sam­fé­lag­inu gang­andi og þrátt fyr­ir frá­bæra staðsetn­ing­una er Vík orðin að nokk­urs kon­ar drauga­bæ. Ástandið verður svo enn ógn­væn­legra þegar dul­ar­full fyr­ir­bæri byrja að koma und­an jökl­in­um og hafa í för með sér af­leiðing­ar sem eng­inn gat séð fyr­ir.“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR