Þáttaröðin Queen kemur á Netflix næsta fimmtudag. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í fyrravor.
"Sigrast á kölnum klisjum og skilar sterkri tilfinningalegri reynslu," skrifar Ed Potton meðal annars í The Times um Against the Ice eftir Peter Flinth.
"Hetjuskapur, þráhyggja, ísbreiða og sleðahundar eru góð blanda," skrifar Stephanie Bunbury meðal annars í Deadline um Against the Ice eftir Peter Flinth.
"Hvunndagslegt handrit og leiksjórn ná ekki að byggja upp spennu í þessari annars áhugaverðu sögu," skrifar David Rooney í Hollywood Reporter um Against the Ice eftir Peter Flinth, sem nú er á Berlínarhátíðinni og væntanleg á Netflix.
Fionnuala Halligan gagnrýnandi Screen skrifar um Against the Ice eftir Peter Flinth, sem nú er sýnd á Berlínarhátíðinni og væntanleg á Netflix 2. mars.
Stikla Netflix myndarinnar Against the Ice er komin út, en myndin verður frumsýnd 2. mars næstkomandi. Baltasar Kormákur framleiðir en Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.
Netflix frumsýnd á föstudag nýja franska spennuseríu, Gone for Good. Tómas Lemarquis fer með stór hlutverk í þáttunum. RÚV ræddi við hann af þessu tilefni.
Tökur eru að hefjast í Póllandi á þáttaröðinni Queen fyrir Netflix. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Árni Ólafur skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í vor.
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní, hafa 36% Íslendinga horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá.
Þáttaröðin Katla eftir Baltasar Kormák birtist á Netflix í dag, 17. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix framleiðir alfarið íslenska þáttaröð. Í viðtali við RÚV segir Baltasar að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.
Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.
RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjórinn Peter Flinth (Arn: The Knight Templar) stýrir. Nordic Film and TV News fjallar um myndina.
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
Sýningar hefjast á Netflix í dag á bresku gamanþáttaröðinni The Duchess. Karl Óskarsson er tökumaður þáttanna sem eru hugarfóstur leikkonunnar Katherine Ryan.
Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.