RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjórinn Peter Flinth (Arn: The Knight Templar) stýrir. Nordic Film and TV News fjallar um myndina.
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
Sýningar hefjast á Netflix í dag á bresku gamanþáttaröðinni The Duchess. Karl Óskarsson er tökumaður þáttanna sem eru hugarfóstur leikkonunnar Katherine Ryan.
Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.
Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.
Á meðan tökur liggja niðri um allan heim vegna Covid-19 faraldursins er það ekki tilfellið á Íslandi og í S-Kóreu þar sem Netflix er með verkefni í gangi.
Vísindaskáldsöguþættirnir Katla úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks verða framleiddir af efnisveitunni Netflix. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en þar segir að fallegt landslag Íslands verði fyrirferðarmikið í átta þátta Netflix-seríunni en framleiðsla hefst 2020.
Baltasar Kormákur sagði frá því í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Netflix myndi fjármagna íslenska þáttaröð á hans vegum og að tökur hefjist næsta vor í Gufunesi.
Hrollvekjan Malevolent, í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar, verður frumsýnd á streymisveitunni Netflix á morgun, föstudag. Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni þessa.
Bíómyndin Malevolent í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar verður frumsýnd á Netflix þann 5. október. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir bíómynd sem frumsýnd er á Netflix.
Heimildamyndin Out of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst. Í gær kom í ljós að myndin var fyrir mistök fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en búið er að loka fyrir birtingu. Hún verður opinberuð hjá streymisveitunni í lok september en áður, í byrjun septembermánaðar, verður hún sýnd á RÚV.
Þórir Snær Sigurjónsson finnur fyrir því að það sé meiri áhugi á íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvikmyndaframleiðandi. Hann segir að það sé meðal annars fyrir tilstuðlan Netflix.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig slagurinn milli Cannes og Netflix spilast. Um er að ræða grundvallarmál varðandi hvernig almenningur horfir á kvikmyndir og þó að Netflix sé að ryðja nýjar brautir í þeim efnum er ekki endilega rétt að afskrifa Frakkana. Og nei, þetta er ekki endilega eitthvað "framtíð gegn fortíð" mál - þetta snýst miklu frekar um spurninguna hvað er bíó?
Gengið hefur verið frá samningum um sýningar heimildamyndarinnar Innsæi-the Sea within í nokkrum af stærstu efnisveitum heims; Netflix, Vimeo on demand og Amazon Video.