spot_img

Netflix framleiðir “Kötlu”

Vís­inda­skáld­söguþætt­irn­ir Katla úr smiðju leik­stjór­ans Baltas­ars Kor­máks verða fram­leidd­ir af efn­isveit­unni Net­flix. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Net­flix en þar seg­ir að fal­legt lands­lag Íslands verði fyr­ir­ferðar­mikið í átta þátta Net­flix-serí­unni en fram­leiðsla hefst 2020.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu/mbl.is og þar segir einnig:

„Einu ári eft­ir gos í Kötlu hef­ur líf bæj­ar­búa í friðsæla smá­bæn­um Vík breyst mikið og þeir neyðast til að yf­ir­gefa bæ­inn því jök­ull­inn ná­lægt eld­fjall­inu byrj­ar að bráðna. Þeir ör­fáu íbú­ar sem eft­ir eru ná að halda sam­fé­lag­inu gang­andi og þrátt fyr­ir frá­bæra staðsetn­ing­una er bær­inn nán­ast orðinn að drauga­bæ. Dul­ar­full­ir hlut­ir sem frusu djúpt inn í jök­ul­inn fyr­ir löngu koma nú í ljós og hafa ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Það er spenn­andi verk­efni að fá að tak­ast á við Kötlu með Net­flix og mik­ill heiður að vera fyrsta ís­lenska fram­leiðslu­teymið sem vinn­ur heila þáttaseríu með ris­an­um. Katla verða metnaðarfull­ir og óvenju­leg­ir vís­inda­skáld­söguþætt­ir og eru bún­ir að vera lengi í þróun hjá RVK Studi­os. Við erum í skýj­un­um yfir því að Net­flix taki þá til sýn­inga,“ seg­ir, Baltas­ar Kor­mák­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Tesha Craw­ford, fram­kvæmda­stjóri þátta­gerðar hjá Net­flix í Norður-Evr­ópu, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu: „Ísland hef­ur verið sögu­svið svo margra þátt­araða og kvik­mynda í gegn­um tíðina. Við erum spennt að fá að sýna stór­brotið lands­lagið í sögu sem er svo ís­lensk. Að fá líka tæki­færi til að vinna með þeim mikla lista­manni sem Baltas­ar er ger­ir þetta verk­efni full­komið fyr­ir okk­ur. Við bíðum spennt eft­ir því að sjá og heyra sög­una á skján­um og geta svo sýnt áskrif­end­um okk­ar um all­an heim.“

Katla er sam­starfs­verk­efni Baltas­ars Kor­máks og hand­rits­höf­und­ar­ins Sig­ur­jóns Kjart­ans­son­ar. Þáttaröðin er skrifuð af Sig­ur­jóni, Lilju Sig­urðardótt­ur og Davíð Má Stef­áns­syni og verður fram­leidd af RVK Studi­os.

Þætt­irn­ir verða sýnd­ir á Net­flix um all­an heim og verður frum­sýn­ing­ar­dag­ur kynnt­ur síðar.

Sjá nánar hér: Netflix framleiðir Kötlu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR