RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjórinn Peter Flinth (Arn: The Knight Templar) stýrir. Nordic Film and TV News fjallar um myndina.
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
Á meðan tökur liggja niðri um allan heim vegna Covid-19 faraldursins er það ekki tilfellið á Íslandi og í S-Kóreu þar sem Netflix er með verkefni í gangi.
Vísindaskáldsöguþættirnir Katla úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks verða framleiddir af efnisveitunni Netflix. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en þar segir að fallegt landslag Íslands verði fyrirferðarmikið í átta þátta Netflix-seríunni en framleiðsla hefst 2020.
„Markmiðið var að reyna að gera betur. Mig langaði til að nota tækifærið og fjalla um eitthvað sem skiptir mig máli og nota þrillerinn, án þess að tapa spennu og skemmtanagildi, til þess að fjalla um viðkvæmari mál eins og Ísland og landvernd," segir Baltasar Kormákur um nýja syrpu þáttaraðarinnar Ófærð sem frumsýnd verður á RÚV annan dag jóla.
Baltasar Kormákur og Reykjavík Studios opnuðu formlega nýtt kvikmyndaver í Gufunesi á sumardaginn fyrsta, en tökur á annarri syrpu Ófærðar hafa staðið þar yfir að undanförnu. Klapptré ræddi við Baltasar um rekstargrundvöllinn og hvernig hann sér þetta allt fyrir sér.
Stikla kvikmyndarinnar Vargur eftir Börk Sigþórsson hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin verður frumsýnd 4. maí næstkomandi. Sena dreifir á Íslandi.
Plakat kvikmyndarinnar Vargureftir Börk Sigþórsson hefur verið opinberað. Leikstjórinn birtir plakatið á Facebook síðu sinni og segir myndina væntanlega...
Forsvarsmenn RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, hafa óskað eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar varðandi endurgreiðslumál sjónvarpsþáttanna Ófærðar. Yfirskattanefnd féllst ekki á að vaxtagreiðslur vegna láns upp á tíu milljónir og erlendur kostnaður upp á rúmar fimm milljónir yrðu hluti af endurgreiðslunni.
RÚV og RVK Studios Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggjast á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Vonast er til að tökur hefjist síðla næsta árs.
RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og breska framleiðslufyrirtækið Buccaneer Media hafa tekið höndum saman um framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar sem byggð verður á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þáttaröðin mun kallast Reykjavik Confessions.
Deadline skýrir frá því að handritshöfundar Bond myndanna til margra ára, Neal Purvis og Robert Wade, vinni nú að handriti væntanlegrar skáldsögu norska spennuhöfundarins Jo Nesbö, I Am Victor, fyrir Baltasar Kormák.
Evrópska framleiðslufyrirtækið Studiocanal er við það að tryggja sér sýningarréttinn á Kötlu, nýrri sjónvarpsþáttaröð úr smiðju Baltasars Kormáks. RÚV greinir frá og hefur eftir Variety.