HeimFréttirThe Weinstein Company kaupir „Ófærð“

The Weinstein Company kaupir „Ófærð“

-

Ófærð kallast Trapped á ensku.
Ófærð kallast Trapped á ensku.

The Weinstein Company (TWC) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði keypt bandarískan sýningarrétt á þáttaröðinni Ófærð frá Rvk. Studios. Fyrstu tveir þættirnir eru nú til sýnis á Toronto hátíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk sjónvarpsþáttaröð er seld til Bandaríkjanna.

TWC er í eigu hinna kunnu Weinstein bræða, Harvey og Bob, sem upphaflega stofnuðu Miramax fyrirtækið. TWC hefur lagt megináherslu á bíómyndir en hefur á undanförnum árum einnig gert sjónvarpsefni, þar á meðal Marco Polo fyrir Netflix og raunveruleikaseríuna Project Runway.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR