spot_img
HeimEfnisorðÓfærð

Ófærð

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

RVK Studios óskar eftir endurupptöku vegna endurgreiðslu til “Ófærðar”

Forsvarsmenn RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, hafa óskað eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar varðandi endurgreiðslumál sjónvarpsþáttanna Ófærðar. Yfirskattanefnd féllst ekki á að vaxtagreiðslur vegna láns upp á tíu milljónir og erlendur kostnaður upp á rúmar fimm milljónir yrðu hluti af endurgreiðslunni.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

“Réttur” og “Ófærð” tilnefndar til breskra sjónvarpsverðlauna

Íslensku þáttaraðirnar Réttur og Ófærð eru tilnefndar til C21 International Drama Awards sem fagmiðillinn C21 Media stendur fyrir árlega. Tilnefningarnar eru í flokki leikins efnis á öðrum tungum en ensku, en alls eru átta þáttaraðir tilnefndar í þeim flokki.

Baltasar: “Ófærð” borgar sig upp og gott betur

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð er búin að borga sig upp og gott betur. Allir áhættufjárfestar sem komu að gerð sjónvarpsþáttanna koma til með að fá fjárfestingu sína til baka. Ríkisútvarpið fær hins vegar framlag sitt ekki endurgreitt í beinhörðum peningum.

Sigurjón Kjartansson: Vinsældir “Ófærðar” opna dyr fyrir íslenskt sjónvarpsefni

Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda Ófærðar, segir það jákvætt fyrir íslenska kvikmyndagerð að Ófærð var valin besta sjónvarpsþáttaröð Evrópu. Vinna við handrit næstu þáttaraðar Ófærðar er þegar hafin.

“Ófærð” hlýtur Prix Europa verðlaunin

Þáttaröðin Ófærð úr smiðju Baltasars Kormáks hlaut í kvöld Prix Europa verðlaunin fyrir leikið sjónvarpsefni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt sjónvarpsefni vinnur til þessara virtu verðlauna.

“Ófærð” tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Ófærð er meðal 26 evrópskra þáttaraða sem hljóta tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. Verðlaunaafhendingin fer fram síðla októbermánaðar.

Baltasar í viðtali við Hollywood Reporter um “Eiðinn” og verkefnin framundan

Baltasar Kormákur ræðir við Hollywood Reporter um hversvegna hann hafnaði stórmyndum og kom þess í stað heim til að gera mynd, hvernig uppeldi unglingsdætra hefur gert hann gráhærðan, mögulega endurgerð Ófærðar í Bandaríkjunum, fyrirhugaða víkingamynd sína og ýmislegt fleira.

“Ófærð” í hópi bestu þáttaraða ársins að mati The Guardian

The Guardian birti á dögunum samantekt yfir bestu þáttaraðir ársins nú þegar það er hálfnað. Ófærð er þar á meðal ásamt þáttaröðum á borð við Game of Thrones, Better Call Saul, The Night Manager og Peaky Blinders svo einhverjar séu nefndar.

Art of the Title ræðir titlasenu “Ófærðar” við Börk Sigþórsson

Vefurinn Art of the Title, sem sérhæfir sig í titlasenum kvikmynda og sjónvarpsefnis, tekur fyrir titlasenuna í Ófærð og ræðir við höfund hennar, Börk Sigþórsson.

Fyrsta umferð “Ófærðar” lofuð í Bretlandi

Breski kvikmyndavefurinn Jump Cut fjallar um fyrstu umferð Ófærðar sem nú er fáanleg í Bretlandi á DVD og BluRay. Gagnrýnandinn Mark Blakeaway fer fögrum orðum um verkið og segir það heillandi sjónvarp eins og það gerist best og enn eina fínu viðbótina við glæpasagnabálkinn.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.

“Ófærð” með tvær tilnefningar til Golden Nymph verðlaunanna í Monte-Carlo

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hlýtur tvær tilnefningar til Golden Nymph verðlaunanna sem Monte-Carlo Television Festival stendur fyrir. Ófærð er tilnefnd í flokki bestu dramaþáttaraðar og Ólafur Darri Ólafsson er tilnefndur sem besti leikarinn. Meðal annarra þáttaraða sem fá tilefningu eru hin breska Poldark, Deutschland 83 frá Þýskalandi og Man in the High Castle frá Bandaríkjunum.

The Guardian um lokaþætti “Ófærðar”: Magnþrungið, myrkt og afar snjallt

Ellie Violet Bramley skrifar á The Guardian um lokaþætti Ófærðar sem sýndir voru á BBC4 um helgina og dregur hvergi af sér. Hún segir lokauppgjörið hafa verið frábærlega taugatrekkjandi og seríuna í heild afar vel heppnaða, auk þess sem hún virðist fastlega gera ráð fyrir annarri umferð.

The Guardian: “Ófærð” óvæntur smellur vetrarins

Ófærð er óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíða spenntir eftir lokauppgjörinu næsta laugardag, segir The Guardian í enn einni umfjöllun sinni um þáttaröðina.

The Guardian: Hvað veldur nýtilkomnum vinsældum evrópsks sjónvarpsefnis í Bretlandi?

The Guardian leggur útaf velgengni Ófærðar í bresku sjónvarpi og veltir fyrir sér í fréttaskýringu hvað standi að baki góðum viðtökum breskra áhorfenda gagnvart norrænum og evrópskum sjónvarpsþáttaröðum í Bretlandi á undanförnum árum.

Ólafur Darri við BBC: Vinsældir “Ófærðar” koma skemmtilega á óvart

Ólafur Darri Ólafsson segir í viðtali við útvarpsþáttinn Today á BBC að vinsældir Ófærðar í Bretlandi hafi komið skemmtilega á óvart. "Maður gerir eitthvað og vonar að það takist vel til og að áhorfendum líki það. Það kemur manni svo alltaf skemmtilega á óvart þegar fólk virðist bara hafa mjög gaman af," segir Ólafur Darri.

Breskir gagnrýnendur hrifnir af “Ófærð”

Margt í Ófærð jafnast á við það sem best var gert í þáttum á borð við Brúna og Glæpinn, þótt efnistökin séu ef til vill hefðbundnari og kvenhlutverkin ekki jafn bitastæð, að mati breskra sjónvarpsgagnrýnenda sem fylgst hafa með þáttunum upp á síðkastið.

Leiðrétting vegna samanburðar á áhorfi “Ófærðar” og “Hraunsins”

Í frétt Klapptrés sem birtist þann 28. desember s.l. var fjallað um áhorf á fyrsta þátt Ófærðar. Í fréttinni var þess getið að fyrsti þáttur Ófærðar hefði fengið svipað áhorf og þættirnir Hraunið nutu á sömu sjónvarpsstöð. Þetta er rangt, komið hefur í ljós að sambærilegir hlutir voru ekki bornir saman. Lesendur og hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum og leiðréttast þau hér með.

“Ófærð” vinsælasta leikna þáttaröðin síðan rafrænar mælingar hófust

Þáttaröðin Ófærð, sem í gær hlaut þrenn Edduverðlaun, meðal annars sem leikið sjónvarpsefni ársins, er með mesta áhorf leikins sjónvarpsefnis síðan rafrænar mælingar hófust. Klapptré birtir sundurliðaðar áhorfstölur þáttanna.

Jón Gnarr: Brýnt að auka fjárfestingu í gerð leikins sjónvarpsefnis

Í pistli sem Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, birtir í Fréttablaðinu í dag segir hann of litlu fé varið til leikins sjónvarpsefnis miðað við bíómyndir og að jafna þurfi þann hlut eða stofna sérstakan sjónvarpssjóð.

59% áhorf á lokaþætti “Ófærðar” 

Rúmlega helmingur landsmanna horfði á línulega dagskrá á RÚV bæði á laugardags- og sunnudagskvöld, þegar Söngvakeppnin og lokaþættir Ófærðar voru á dagskrá. Þetta fer nærri því að vera mesta áhorf í heild yfir eina helgi síðan rafrænar mælingar hófust árið 2008, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV.

Tvöfaldur lokaþáttur “Ófærðar” á sunnudag, stór sjónvarpshelgi framundan

Ákveðið hefur verið að ljúka sýningum á Ófærð næstkomandi sunnudagskvöld með því að sýna þá tvo síðustu þættina saman. „Við vildum verðlauna áhorfendur fyrir þessar frábæru viðtökur sem þáttaröðin hefur fengið með því að stytta biðina erfiðu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.

Daily Telegraph um “Ófærð”: Frábært og spennandi drama

Breska dagblaðið The Daily Telegraph fjallar um fyrstu tvo þætti Ófærðar, en sýningar á þáttaröðinni hófust á BBC Four í gærkvöldi. Þættirnir fá fjórar stjörnur af fimm og eru sagðir fullkomnir til að þreyja kaldar vetrarnætur.

Le Monde um “Ófærð”: Hægur stígandi en spennan fyrir hendi

Le Monde fjallar um þáttaröðina Ófærð sem nú er sýnd í Frakklandi við góðar undirtektir. Þættirnir eru meðal annars sagðir minna á Wallander Henning Mankell, ekki síst persóna Andra sem Ólafur Darri Ólafsson leikur.

Gott áhorf á “Ófærð” í Frakklandi

Fyrstu fjórir þættirnir af Ófærð voru sýndir á France 2, frönsku ríkisstöðinni, í gærkvöldi. Þættirnir fengu meira áhorf en búist var við, en alls horfðu um fimm milljónir manna á þá.

Mikið áhorf á “Ófærð”

Áhorf á Ófærð hefur verið í kringum 60% að meðaltali sem gerir þáttaröðina að einu vinsælasta sjónvarpsefninu síðan rafrænar mælingar hófust. Nú eru þrír þættir eftir.

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.

Áætlað að um 128 þúsund hafi séð “Ófærð” í gærkvöldi

Um 128 þúsund manns horfðu á fyrsta þátt Ófærðar í gærkvöldi samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup. Meðaláhorf reyndist 49 prósent en uppsafnað áhorf 53 prósent.

Fyrsta þætti af “Ófærð” vel tekið

RÚV frumsýndi fyrsta þáttinn af Ófærð í kvöld og fjölmörg ummæli hafa þegar birst á samfélagsmiðlum, sér í lagi Twitter. Almennt virðist fólk ánægt með upphafið.

“Allar leiðir lokaðar”, heimildamynd um gerð “Ófærðar”

RÚV frumsýnir þáttaröðina Ófærð þann 27. desember næstkomandi. Í heimildamynd um gerð þáttaraðarinnar er skyggnst á bakvið tjöldin við gerð hennar. Meðal þeirra sem er rætt er við eru Sigurjón Kjartansson, Baldvin Z, Baltasar Kormákur, Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri.

Ólafur Darri í “Zoolander 2”

Ólafur Darri Ólafsson kemur fram í Zoolander 2 þar sem Ben Stiller fer með aðalhlutverk og leikstýrir. Myndin er væntanleg innan tíðar. Hann leikur einnig í þáttaröðum sem birtast á Cinemax og Netflix, Quarry annarsvegar og Lady Dynamite hinsvegar.

Bergsteinn Björgúlfsson tilnefndur til verðlauna fyrir “Ófærð” á Camerimage hátíðinni í Póllandi

Einn reyndasti tökumaður íslenskrar kvikmyndagerðar, Bergsteinn Björgúlfsson, er tilnefndur til verðlauna fyrir fyrsta þáttinn af Ófærð á pólsku hátíðinni Camerimage sem tileinkuð er kvikmyndatöku.

The Weinstein Company kaupir „Ófærð“

The Weinstein Company (TWC) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði keypt bandarískan sýningarrétt á þáttaröðinni Ófærð frá Rvk. Studios. Fyrstu tveir þættirnir eru nú til sýnis á Toronto hátíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk sjónvarpsþáttaröð er seld til Bandaríkjanna.

“Ófærð” slúttar RIFF

Tveir fyrstu þættirnir af sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð munu loka RIFF í ár, en þeir verða sýndir saman í Egilshöll þann 4. október. Þættirnir eru framleiddir af Rvk. Studios og skrifaðir af Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley eftir hugmynd Baltasars Kormáks, sem jafnframt leikstýrir öðrum þættinum en Baldvin Z  hinum.

“Ófærð” til Toronto 

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hefur verið valin á Primetime hluta kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Primetime fer fram í fyrsta skipti á hátíðinni í ár og miðar að því að gera leiknu sjónvarpsefni hátt undir höfði.

“Ófærð” fær 75 milljónir frá Creative Europe

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð fékk 75 milljónir króna frá Creative Europe, kvikmynda- og sjónvarpsáætlun ESB, sem á dögunum úthlutaði alls um 700 milljónum króna. Annað íslenskt verkefni, heimildamyndin Garn í stjórn Unu Lorenzen fékk sjö milljónir króna og því rann alls 12% úthlutunarinnar til íslenskra verkefna. Svo hátt hlutfall hefur aldrei áður farið til neins aðildarlands í einni úthlutun.

BBC kaupir “Ófærð”

BBC Four mun sýna þáttaröðina Ófærð (Trapped) en rásin hefur lagt mikla áherslu á erlendar þáttaraðir á undanförnum árum. Norrænar þáttaraðir á borð við Borgen, Forbrydelsen og Broen hafa notið þar mikilla vinsælda.

Tökur á “Ófærð” hafnar á Siglufirði

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð eru hafnar á ný og fara nú fram á Siglufirði. Áður höfðu tökur farið fram í Reykjavík og nágrenni en hlé var gert fyrir jól.

Vetrartökur hafnar á “Hrútum”, tökur á “Ófærð” hefjast á morgun

Vetrartökur á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust í dag á Norðurlandi og munu standa til loka mánaðarins. Þá hefur Klapptré hlerað að tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð hefjist á morgun.

Baltasar með mörg járn í eldinum

Universal mun framleiða Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks, sem hann hefur lengi haft í undirbúningi. Mörg önnur verkefni eru á dagskrá Baltasars.

Á annan tug bíómynda og leikinna þáttaraða í tökum á árinu

Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.

Stefnt að tökum á “Ófærð” undir lok árs

Sjónvarpsserían Ófærð var kynnt fyrir kaupendum á MIP TV markaðsstefnunni sem lýkur í Cannes í dag. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR