Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Forsvarsmenn RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, hafa óskað eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar varðandi endurgreiðslumál sjónvarpsþáttanna Ófærðar. Yfirskattanefnd féllst ekki á að vaxtagreiðslur vegna láns upp á tíu milljónir og erlendur kostnaður upp á rúmar fimm milljónir yrðu hluti af endurgreiðslunni.
Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Íslensku þáttaraðirnar Réttur og Ófærð eru tilnefndar til C21 International Drama Awards sem fagmiðillinn C21 Media stendur fyrir árlega. Tilnefningarnar eru í flokki leikins efnis á öðrum tungum en ensku, en alls eru átta þáttaraðir tilnefndar í þeim flokki.
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð er búin að borga sig upp og gott betur. Allir áhættufjárfestar sem komu að gerð sjónvarpsþáttanna koma til með að fá fjárfestingu sína til baka. Ríkisútvarpið fær hins vegar framlag sitt ekki endurgreitt í beinhörðum peningum.
Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda Ófærðar, segir það jákvætt fyrir íslenska kvikmyndagerð að Ófærð var valin besta sjónvarpsþáttaröð Evrópu. Vinna við handrit næstu þáttaraðar Ófærðar er þegar hafin.
Þáttaröðin Ófærð úr smiðju Baltasars Kormáks hlaut í kvöld Prix Europa verðlaunin fyrir leikið sjónvarpsefni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt sjónvarpsefni vinnur til þessara virtu verðlauna.
Ófærð er meðal 26 evrópskra þáttaraða sem hljóta tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. Verðlaunaafhendingin fer fram síðla októbermánaðar.
Baltasar Kormákur ræðir við Hollywood Reporter um hversvegna hann hafnaði stórmyndum og kom þess í stað heim til að gera mynd, hvernig uppeldi unglingsdætra hefur gert hann gráhærðan, mögulega endurgerð Ófærðar í Bandaríkjunum, fyrirhugaða víkingamynd sína og ýmislegt fleira.
The Guardian birti á dögunum samantekt yfir bestu þáttaraðir ársins nú þegar það er hálfnað. Ófærð er þar á meðal ásamt þáttaröðum á borð við Game of Thrones, Better Call Saul, The Night Manager og Peaky Blinders svo einhverjar séu nefndar.
Vefurinn Art of the Title, sem sérhæfir sig í titlasenum kvikmynda og sjónvarpsefnis, tekur fyrir titlasenuna í Ófærð og ræðir við höfund hennar, Börk Sigþórsson.
Breski kvikmyndavefurinn Jump Cut fjallar um fyrstu umferð Ófærðar sem nú er fáanleg í Bretlandi á DVD og BluRay. Gagnrýnandinn Mark Blakeaway fer fögrum orðum um verkið og segir það heillandi sjónvarp eins og það gerist best og enn eina fínu viðbótina við glæpasagnabálkinn.
Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hlýtur tvær tilnefningar til Golden Nymph verðlaunanna sem Monte-Carlo Television Festival stendur fyrir. Ófærð er tilnefnd í flokki bestu dramaþáttaraðar og Ólafur Darri Ólafsson er tilnefndur sem besti leikarinn. Meðal annarra þáttaraða sem fá tilefningu eru hin breska Poldark, Deutschland 83 frá Þýskalandi og Man in the High Castle frá Bandaríkjunum.
Ellie Violet Bramley skrifar á The Guardian um lokaþætti Ófærðar sem sýndir voru á BBC4 um helgina og dregur hvergi af sér. Hún segir lokauppgjörið hafa verið frábærlega taugatrekkjandi og seríuna í heild afar vel heppnaða, auk þess sem hún virðist fastlega gera ráð fyrir annarri umferð.