Vetrartökur hafnar á „Hrútum“, tökur á „Ófærð“ hefjast á morgun

Vetrartökur á Hrútum hófust í dag á Norðurlandi.
Vetrartökur á Hrútum hófust í dag á Norðurlandi.

Vetrartökur á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust í dag á Norðurlandi og munu standa til loka mánaðarins. Þá hefur Klapptré hlerað að tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð hefjist á morgun.

Hrútar er framleidd af Grímari Jónssyni hjá Netop Films. Upptökur fara fram í Bárðardal. Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fara með aðalhlutverkin.  Með önnur helstu hlutverk í myndinni fara þau Charlotte Bøving, Þorleifur Einarsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ingrid Jónsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason og Jónas Sen. Áætlað er að kvikmyndin verði frumsýnd haustið 2015. Facebook síða myndarinnar er hér.

Ófærð er tíu hluta spennuþáttaröð. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið. Fyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, framleiðir undir stjórn Magnúsar Viðars Sigurðssonar en yfirframleiðendur verða Daniel March og Klaus Zimmermann (The Borgias) hjá Dynamic Television. Baltasar Kormákur, Óskar Þór Axelsson, Baldvin Z og Börkur Sigþórsson leikstýra þáttunum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR