spot_img

NORTHERN COMFORT frumsýnd á Íslandi 15. september, dreift víða um heim

Nort­hern Com­fort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson verður frumsýnd 15. september hér á landi. Stikla myndarinnar er komin út.

Myndin var fyr­ir skömmu sýnd fyr­ir 3.500 áhorf­end­ur und­ir ber­um himni í Transilvan­íu í Rúm­en­íu, sem opn­un­ar­mynd­ á Transilvaníu hátíðarinnar sem lauk nú um helg­ina.

Morgunblaðið ræddi við Hafstein Gunnar:

Mynd­inni hef­ur verið vel tekið að sögn Haf­steins en hún hef­ur víða verið sýnd á kvik­mynda­hátíðum eft­ir að hún var frum­sýnd á South by Sout­hwest kvik­mynda­hátíðinni í Aust­in í Texas í Banda­ríkj­un­um í mars.

„Mynd­in verður sýnd á hátíðum í sum­ar og fer svo í al­menna dreif­ingu í Frakklandi í ág­úst. Það er fyrsta landið sem set­ur hana í bíó,“ seg­ir Haf­steinn í sam­tali við mbl.is.

Kvik­mynd­in verður frum­sýnd á Íslandi 15. sept­em­ber en sýn­ing­ar­rétt­ur á ­mynd­inni hef­ur þar að auki verið seld­ur til allra Norður­land­anna, Belg­íu, Hol­lands, Lúx­em­borg­ar, Ástr­al­íu, Ítal­íu, Spán­ar, Portú­gals og Pól­lands, auk fleiri landa.

Upp úr ára­mót­um verður mynd­in sýnd á Net­flix í Bretlandi, að sögn Haf­steins.

Hug­mynd­in kviknaði fyr­ir 15 árum

Kvik­mynd­inni er lýst sem svartri kó­medíu um hóp fólks á flug­hræðslu­nám­skeiði, þar sem ferðinni er heitið til Íslands en hún er á ensku.

Haf­steinn skrifaði hand­ritið að mynd­inni með Dóra DNA og Bret­an­um Tobi­as Munt­he en hug­mynd­ina fékk Haf­steinn fyr­ir 15 árum þegar hann var nem­andi í kvik­mynda­skóla í New York í Banda­ríkj­un­um.

„Þetta byrjaði þannig að það er mann­eskja mér ná­kom­in sem er mjög hrædd við að fljúga. Ég heyrði af svona flug­hræðslu­nám­skeiði þar sem fólk fer und­ir hand­leiðslu sál­fræðings sem fer í hópmeðferð sem end­ar svo með flugi fram og til baka. Mér fannst þetta vera mjög hlaðnar aðstæður sem gætu af­hjúpað viðkvæm­ustu hliðar fólks,“ seg­ir Haf­steinn.

Allt kostnaðarsamt sem kem­ur að flug­vél­um

Hvernig er að gera gam­an­mynd á ensku?

„Auðvitað er það krefj­andi verk­efni en sem bet­ur fer vor­um við með bresk­an hand­rits­höf­und með okk­ur í teym­inu. Það var al­veg nauðsyn­legt að hafa ein­hvern sem tal­ar tungu­málið sem fyrsta tungu­mál í teym­inu fannst mér til þess að ná núöns­um í día­l­og sem maður hef­ur kannski ekki sjálf­ur,“ seg­ir Haf­steinn.

Hann seg­ir allt mjög flókið og kostnaðarsamt sem við kem­ur flug­vél­um í kvik­mynda­gerð.

„Mynd­in er dýr í eðli sínu. Hún er tek­in upp í þrem­ur lönd­um og á stór­um alþjóðleg­um flug­velli. Það þurfti að smíða sett. Í raun­inni hefði kannski verið erfitt að gera hana á ís­lensku vegna þess að ís­lensk­ar mynd­ir geta bara orðið ákveðið dýr­ar í fjár­mögn­un. Þegar maður er kom­inn yfir á ensku opn­ast aðgengi að stærri leik­ur­um og auknu fjár­magni,“ seg­ir Haf­steinn.

Ynd­is­legt að vinna með Spall

Timot­hy Spall, einn þekkt­asti kvik­mynda­leik­ari Breta, fer með aðal­hlut­verkið í mynd­inni. Hann er kannski þekkt­ast­ur hér á landi fyr­ir að leika Peter Pettigrew í Harry Potter kvik­mynd­un­um.

Hvernig er að vinna með Timot­hy Spall?

„Það er al­gjör­lega ynd­is­legt. Hann er ofboðslega mik­ill öðling­ur og auðmjúk­ur maður og listamaður sem ég ber mikla virðingu fyr­ir. Það var al­veg stór­kost­legt að kynn­ast hon­um og að vinna með hon­um. Út úr því kom mjög góður vin­skap­ur. Ég get ekki annað en borið hon­um gríðarlega vel sög­una, og þeim öll­um.

Þau var æðis­leg­ur hóp­ur sem small sam­an sem maður gat ekki vitað fyr­ir­fram því þetta er fólk sem kem­ur úr ólík­um átt­um,“

Eins og fyrr seg­ir verður kvik­mynd­in sýnd á Íslandi 15. sept­em­ber. Fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar er Grím­ar Jóns­son hjá Net­op Films á Íslandi (Hrút­ar, Und­ir Trénu, Goðheim­ar, Héraðið) í sam­fram­leiðslu við One Two Films í Þýskalandi og Good Chaos í Bretlandi.

FRÁmbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR