HeimEfnisorðGrímar Jónsson

Grímar Jónsson

Grímar Jónsson: Hærra endurgreiðsluhlutfall kemur ekki í staðinn fyrir öflugan Kvikmyndasjóð

Grímar Jónsson framleiðandi bíómyndarinnar Eldarnir, sem nú er í tökum í leikstjórn Uglu Hauksdóttur, bendir á Facebook síðu sinni á að styrkur frá Kvikmyndasjóði sé frumforsenda þess að unnt sé yfirhöfuð að sækja erlent fjármagn í íslenskar kvikmyndir.

Sara Nassim og Grímar Jónsson taka höndum saman í Sarimar Films

Framleiðendurnir Sara Nassim (Dýrið) og Grímar Jónsson (Northern Comfort) hafa stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki, Sarimar Films. Ný kvikmynd Gríms Hákonarsonar, 200 Kópavogur, verður fyrsta verkefni hins nýja félags.

NORTHERN COMFORT selst víða um heim

Franska sölufyrirtækið Charades hefur selt sýningarrétt á Northern Comfort Hafsteins Gunnars Sigurðssonar víða um heim. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust, en í júní verður hún sýnd á Transylvania hátíðinni í Rúmeníu.

Kvikmyndastefnan til umfjöllunar í Nordic Film and TV News

Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.

[Stikla] Fantasíu- og ævintýramyndin „Goðheimar“ í bíó 11. október

Stikla dönsk/íslensku ævintýramyndarinnar Goðheimar hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin fjallar um víkingabörnin Röskvu og Þjálfa sem koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.

[Stikla] „Héraðið“ frumsýnd 14. ágúst

Héraðið eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd í Senubíóunum miðvikudaginn 14. ágúst. Stikla myndarinnar er komin út og má skoða hér.

„Héraðið“ selst víða

New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Héraðinu, nýrri bíómynd Gríms Hákonarsonar, til margra landa. Tökur eru nýafstaðnar en myndin er kynnt á Cannes hátíðinni sem nú stendur yfir.

Grímar Jónsson ræðir um „Undir trénu“ og „Héraðið“

Grímar Jónsson framleiðandi er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Undir trénu sem Hafsteinn G. Sigurðsson leikstýrir og verður heimsfrumsýnd á Feneyjahátíðinni, sem og næsta verkefni, Héraðið, sem Grímur Hákonarson mun leikstýra.

„Hrútar“ endurgerð í S-Kóreu og Ástralíu

Hrútar Gríms Hákonarsonar verður endurgerð í S-Kóreu og Ástralíu á næstu árum og hafa samningar þar að lútandi verið undirritaðir.

Bac Films dreifa „Undir trénu“ í Frakklandi

New Europe Film Sales hefur selt dreifingarréttinn í Frakklandi á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu til Bac Films, eins helsta dreifingaraðila þar í landi.

Tökur hafnar á „Undir trénu“

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (París norðursins). Myndin gerist í Reykjavík samtímans og skartar þeim Steinda Jr., Sigurði Sigurjónssyni, Eddu Björgvinsdóttur, Þorsteini Bachmann og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum.

Eurimages styrkir „Undir trénu“ um 30 milljónir króna

Eurimages veitti á dögunum 29 evrópskum samframleiðsluverkefnum styrki sem nema alls 7,239,000 evrum eða tæpum milljarði króna. Bíómyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar hlaut styrk uppá 213,000 evrur eða um 30 milljónir króna.

„Undir trénu“ fær tæpar tuttugu milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? Umræðurnar í fullri lengd hér

Pallborðsumræðurnar sem RIFF stóð fyrir mánudaginn 28. september undir heitinu Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? má skoða hér í heild sinni.

Ástarævintýri fjárfesta og kvikmyndagerðarmanna rétt að byrja?

Allir þátttakendur í pallborðsumræðum sem RIFF hélt í gær undir yfirskriftinni Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? voru sammála um að svo væri ef rétt er að henni staðið. „Ástarævintýrið er hafið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fundarstjóri og átti við samband kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.

„Hrútar“ seld um alla Austur-Evrópu

Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur gengið frá sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar til fjölda A-Evrópulanda í kjölfar Karlovy Vary hátíðarinnar sem er nýlokið.

Heimildamyndin „Óli Prik“ frumsýnd 6. febrúar

Óli Prik er persónuleg heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson og þau tímamót þegar hann snýr aftur heim eftir 17 ár í atvinnumennsku og tekur að sér að þjálfa meistaraflokk Vals. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 6. febrúar.

Vetrartökum á „Hrútum“ frestað vegna snjóleysis

Vetrartökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hefur verið frestað fram í janúar vegna snjóleysis í Bárðardal. Síðari hluti af tökum hefur staðið yfir nú í nóvember en síðustu tökudagarnir hafa nú verið færðir fram í janúar vegna einmuna veðurblíðu á Norðurlandi.

Tökur hafnar á „Hrútum“ Gríms Hákonarsonar

Tökur eru hafnar á kvikmynd Gríms Hákonarsonar Hrútar. Upptökur fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan.

„Hrútar“ Gríms Hákonarsonar tekin upp í haust

Upptökur munu fara fram í Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á Mýri og Bólstað en þeir bæir standa hlið við hlið, alveg syðst í Bárðardal að vestan. "Myndræn ákvörðun að taka myndina þarna upp. Bæirnir standa mjög nálægt hvor örðum, frekar langt er til næstu bæja og umhverfið er fagurt,” segir leikstjórinn.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR