“Undir trénu” fær tæpar tuttugu milljónir frá Norræna sjóðnum

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Steindi leikur Atla, föður fjögurra ára stúlku. Hann stendur í deilum við barnsmóður sína um forræðið yfir dótturinni og hefur neyðst til að flytja til foreldra sinna. Smám saman dregst hann inní deilur foreldranna við nágranna þeirra um gamalt fallegt tré.

Edda Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson leika foreldrana. Grímar Jónsson (Hrútar) framleiðir fyrir Netop Films en tökur hefjast í júlí. Huldar Breiðfjörð (París norðursins) skrifar handrit ásamt Hafsteini.

Sjá nánar hér: Nordisk Film & TV Fond

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR