Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson eru báðar í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en þar er að finna 49 bíómyndir og 15 heimildamyndir.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðssonhlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlaut leikstjórnarverðlaunin fyrir mynd sína Undir trénu á Skip City International D-Cinema Festival í Japan, sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er nú sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum á vegum Magnolia Pictures. Myndin fær mjög góð viðbrögð gagnrýnenda.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson má sjá í pólskum, norskum, sænskum, belgískum og hollenskum kvikmyndahúsum þessa dagana. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fær meðal annars 5 stjörnur hjá gagnýnanda NRK í Noregi og 4 stjörnur í Aftenposten.
Þáttaröðin Fangar hlaut alls tíu Eddur á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gærkvöldi. Bíómyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. Guðný Halldórsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA og konur í kvikmyndagerð fylktu liði undir merkinu #Égerhér.
Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Kvikmyndirnar Andið eðlilega, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar Denver Film Festival sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.