Aðsókn | Rúmlega 36 þúsund á „Undir trénu“ eftir sjöttu helgi

Rúmlega 36,500 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir sjöttu sýningarhelgi. Sumarbörn opnar í 10. sæti.

Um helgina sáu 1,892 manns Undir trénu og er það vel yfir 20% aukning frá fyrri helgi. Myndin er áfram í öðru sæti aðsóknarlistans en alls sáu hana 3,086 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 36,511 manns.

Sumarbörn var frumsýnd s.l. föstudag. Myndin er í 10. sæti og 360 sáu hana um helgina. Alls hafa 746 séð hana með forsýningum.

216 hafa séð Vetrarbræður eftir þriðju sýningarhelgi.

Ég man þig er nú komin með 47,368 gesti eftir 24 vikur í sýningum.

(ATHUGIÐ: Þessi frétt hefur verið uppfærð og aðsóknartölur á Sumarbörn leiðréttar. Upphaflegar tölur sýndu aðeins aðsókn í einu kvikmyndahúsi en nú hefur öllum sýningarstöðum verið bætt inn.)

Aðsókn á íslenskar myndir 9.-15. okt. 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
6Undir trénu3,08636,51133,425
Sumarbörn746 (með forsýningum)746-
3Vetrarbræður95216121
24Ég man þig4547,36847,323
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR