Íslenskar kvikmyndir verðlaunaðar í bak og fyrir í Lübeck

Juan Camillo Roman Estrada tekur á móti verðlaunum í Lubeck fyrir Kona fer í stríð. Bragi Þór Hinriksson leikstjóri (til vinstri) veitti honum verðlaunin ásamt leikkonunni Shima Niavarani.

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson fékk alls fern verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck sem lýkur í dag. Þá fékk Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur ein verðlaun. Þetta var í 60. sinn sem hátíðin var haldin.

Kona fer í stríð hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar (NDR Film Prize), áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, verðlaun kirkjunnar og Baltic Film Award. Verðlaunafé nemur alls tæpum þremur og hálfri milljón króna, eða 25 þúsund evrum. Sumarbörn hlaut verðlaun fyrir besta barna- og ungmennamyndina. Verðlaunafé var fimm þúsund evrur, eða um 692 þúsund krónur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR