HeimEfnisorðGuðrún Ragnarsdóttir

Guðrún Ragnarsdóttir

Íslenskar kvikmyndir verðlaunaðar í bak og fyrir í Lübeck

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson fékk alls fern verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck sem lýkur í dag. Þá fékk Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur ein verðlaun. Þetta var í 60. sinn sem hátíðin var haldin.

„Sumarbörn“ hlaut verðlaun í Kanada

Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur hlaut INIS verðlaunin á FIFEM alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Montreal í Kanada á dögunum. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem vann nýverið til Edduverðlauna fyrir besta barna- og unglingaefni ársins.

Screen um „Sumarbörn“: Lítil og ljúf

Wendy Ide hjá Screen skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur frá kvikmyndahátíðinni í Tallinn í Eistlandi og segir hana litla en ljúfa mynd sem sé lyft upp af heillandi frammistöðu ungu leikaranna.

Hugrás um „Sumarbörn“: Að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð

"Útkoman er forvitnileg og að mörgu leyti afskaplega vel heppnuð kvikmynd," segir Björn Þór Vilhjálmsson kvikmyndafræðingur um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur á Hugrás, vefriti Háskóla Íslands.

Lestin á Rás 1 um „Sumarbörn“: Metnaðarfull fjölskyldumynd með ævintýrabrag

"Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð stirður hvað varðar flæði og innlifun en hún fer hins á gott flug í seinni hlutanum og fær heildarmyndin á sig ákveðinn ævintýrabrag", segir Gunnar Theódór Eggertsson um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Lestinni á Rás 1.

„Sumarbörn“ keppir í Tallinn

Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur mun taka þátt í keppni á Black Nights Film Festival í Tallinn í Eistlandi þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra. Hátíðin, sem telst til A-hátíða, fer fram í seinni hluta nóvember.

Morgunblaðið um „Sumarbörn“: Með augum barnsins

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Morgunblaðið og segir titilinn endurspegla stemninguna í myndinni þar sem ljóðrænni og barnslegri bjartsýni sé fléttað saman við þrúgandi alvöru lífsins. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR