Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur mun taka þátt í keppni á Black Nights Film Festival í Tallinn í Eistlandi þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra. Hátíðin, sem telst til A-hátíða, fer fram í seinni hluta nóvember.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson fékk alls fern verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck sem lýkur í dag. Þá fékk Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur ein verðlaun. Þetta var í 60. sinn sem hátíðin var haldin.
Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur hlaut INIS verðlaunin á FIFEM alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Montreal í Kanada á dögunum. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem vann nýverið til Edduverðlauna fyrir besta barna- og unglingaefni ársins.
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.