Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.
IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.
Þrjár nýjar íslenskar heimildamyndir eru nú í almennum sýningum eftir frumsýningu á RIFF. Þetta eru Þriðji póllinn eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason, Húsmæðaskólinn eftir Stefaníu Thors og Á móti straumnum eftir Óskar Pál Sveinsson.
Heimildamyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF í ár. Myndin verður frumsýnd í Háskólabíói 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu.
Íslenska kvikmyndafélagið Artio ehf. og kanadíska sölufyrirtækið Attraction Distribution hafa gert samning um alheimssölu kvikmyndarinnar Skuggahverfið eftir Jón Einarsson Gústafsson og Karolina Lewicka. Samningurinn var gerður í framhaldi af Cannes markaðnum sem að þessu sinni fór fram í netheimum.
Langt er síðan Klapptré skýrði frá því að verið væri að gera ástralska kvikmynd byggða á Hrútum Gríms Hákonarsonar. Stikla myndarinnar hefur nú litið dagsins ljós.
Sýningar eru hafnar á spennuþáttaröðinni Sanctuary á Sundance Now streymisveitunni í Bandaríkjunum. Óskar Þór Axelsson (Ég man þig, Stella Blómkvist) leikstýrir fjórum fyrstu þáttunum af átta og Jakob Ingimundarson (Ég man þig) er tökumaður þeirra þátta.
Tvær klippur úr þáttaröðinni Jarðarförin mín hafa verið opinberaðar. Í þáttaröðinni leikur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8. apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.